Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu borgarlínu verða kynnt í streymi klukkan 10 í dag, en við sama tækifæri opnar nýr vefur borgarlínunnar. Í fyrstu framkvæmdalotu er horft til þess að fara frá Ártúnshöfða að Hamraborg, í gegnum miðbæinn og yfir nýja brú sem á að koma yfir Fossvog. Hægt verður að fylgjast með streyminu hér að neðan.
Í frumdrögunum eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgarlínuframkvæmdanna og verður þar að finna áætlaðan kostnað, tillögur að legu, stöðvum og útliti gatnamóta og göturýmis.