Heimilar 127 þúsund tonna loðnuveiðar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritar reglugerð sem heimilar …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritar reglugerð sem heimilar veiði á 127.300 tonnum af loðnu. Ljósmynd/Atvinnuvegaráðuneytið

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gerði á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un grein fyr­ir því að hann hefði í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar und­ir­ritað reglu­gerð um veiðar á loðnu, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

Haf­rann­sókna­stofn­un kynnti í gær­kvöldi nýja ráðgjöf um veiðar á allt að 127.300 tonn­um af loðnu á yf­ir­stand­andi vertíð, en fyrri ráðgjöf nam 61 þúsund tonn­um.

Íslensk­um skip­um verður með reglu­gerðinni sem Kristján Þór und­ir­ritaði í morg­un veitt heim­ild til veiða á 69.834 tonn­um af loðnu. Skip annarra ríkja fá heim­ild til veiða á rúm­lega 57 þúsund tonn­um eða um 45% af heild­arafla. Ástæða þess er í til­kynn­ing­unni sögð vera „gild­andi samn­ing­ar við önn­ur ríki sem taka þarf til­lit til áður en til út­hlut­un­ar kem­ur til ís­lenskra skipa. Ann­ars veg­ar er samn­ing­ur við Norðmenn vegna þorskveiða ís­lenskra skipa í Bar­ents­hafi og hins veg­ar tví­hliða samn­ing­ur við Fær­eyj­ar.“

Þá seg­ir að „Haf­rann­sókna­stofn­un mun ekki fara til mæl­inga að nýju að óbreyttu en mun fylgj­ast með frétt­um af miðunum og bregðast við ef vís­bend­ing­ar koma um nýj­ar loðnu­göng­ur“.

„Þessi ákvörðun er afrakst­ur um­fangs­mestu loðnu­leit­ar seinni ári. Þetta er vissu­lega ekki mikið magn í sögu­legu sam­hengi, en þetta er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag enda út­flutn­ings­verðmæti upp á hátt í 20 millj­arða. Öflugt sam­starf stjórn­valda, sér­fræðinga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi við þessa leit hef­ur verið lyk­ill­inn að þess­um ár­angri,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina