Sofandi í um 50 óhöppum á 20 árum

Leki kom að Mars HU sem strandaði á Húnaflóa í …
Leki kom að Mars HU sem strandaði á Húnaflóa í maí 2019. Ljósmynd/Úr skýrslu RNSA

Sex at­vik, þar sem stjórn­end­ur báta voru sof­andi er óhapp varð, voru af­greidd með loka­skýrslu hjá sigl­inga­sviði rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa á síðasta ári, en slys­in urðu 2019. Í öll­um til­vik­um strönduðu bát­arn­ir, en mann­björg varð. Vöku­tími áður en óhappið varð var í þrem­ur til­vik­um 20 klukku­tím­ar eða lengri.

Slys á sjó frá og með ár­inu 2000 þar sem stjórn­end­ur eru sof­andi þegar óhapp verður eru nú orðin um 50 tals­ins. Oft hafa óhöpp af þess­um toga verið 1-2 á ári, en 2020 voru sex slík mál af­greidd frá RNSA, eins og áður sagði, 2019 voru þau fimm og fjög­ur bæði árin 2005 og 2007.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Jóns Arilíus­ar Ing­ólfs­son­ar rann­sókna­stjóra urðu sjö strönd á síðasta ári og tvö at­vik urðu þegar skip tók niðri. Fjög­ur af þess­um at­vik­um eru órann­sökuð, en svo virðist sem eitt þeirra gæti fallið í þenn­an flokk. aij@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: