Stefnir í um 17,5 milljarða vertíð

Bjarni Ólafsson AK að veiðum við suðurströndina.
Bjarni Ólafsson AK að veiðum við suðurströndina. Ljósmynd/Daði Ólafsson

Haf­rann­sókna­stofn­un gaf í gær út lokaráðgjöf um loðnu­veiðar í vet­ur og rúm­lega tvö­faldaði fyrri ráðgjöf.

Nú er lagt til að leyft verði að veiða sam­tals 127.300 tonn á vertíðinni og áætl­ar Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, að vertíðin geti gefið um 17,5 millj­arða í út­flutn­ings­tekj­ur og miðar þá við að um 15% norska kvót­ans verði unn­in hér. Tvö síðustu ár hef­ur orðið loðnu­brest­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Af heild­arkvót­an­um koma alls um 69 þúsund tonn í hlut ís­lenskra veiðiskipa, en um 58 þúsund tonn í hlut Norðmanna, Græn­lend­inga og Fær­ey­inga sam­kvæmt samn­ing­um Íslend­inga við þess­ar þjóðir. Í sögu­legu sam­hengi er ekki um stóra vertíð að ræða og seg­ist Gunnþór telja að ís­lensku út­gerðirn­ar leggi aðaláherslu á að veiða loðnuna á um viku­tíma þegar hún nálg­ast hrygn­ingu, en hrogn­in eru verðmæt­asta afurð loðnunn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: