Stefnir í um 17,5 milljarða vertíð

Bjarni Ólafsson AK að veiðum við suðurströndina.
Bjarni Ólafsson AK að veiðum við suðurströndina. Ljósmynd/Daði Ólafsson

Hafrannsóknastofnun gaf í gær út lokaráðgjöf um loðnuveiðar í vetur og rúmlega tvöfaldaði fyrri ráðgjöf.

Nú er lagt til að leyft verði að veiða samtals 127.300 tonn á vertíðinni og áætlar Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að vertíðin geti gefið um 17,5 milljarða í útflutningstekjur og miðar þá við að um 15% norska kvótans verði unnin hér. Tvö síðustu ár hefur orðið loðnubrestur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Af heildarkvótanum koma alls um 69 þúsund tonn í hlut íslenskra veiðiskipa, en um 58 þúsund tonn í hlut Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga samkvæmt samningum Íslendinga við þessar þjóðir. Í sögulegu samhengi er ekki um stóra vertíð að ræða og segist Gunnþór telja að íslensku útgerðirnar leggi aðaláherslu á að veiða loðnuna á um vikutíma þegar hún nálgast hrygningu, en hrognin eru verðmætasta afurð loðnunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: