Gefur ekki upp vonina

John Snorri á K2 í fyrra.
John Snorri á K2 í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

„Við söknum merks manns. Hann er mjög fær fjallamaður,“ sagði Thaneswar Guragai í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld en fyrirtæki hans hefur tekið þátt í leitinni að John Snorra Sig­ur­jóns­syni, Muhammad Ali Sa­dp­ara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 um helgina.

Ekk­ert hef­ur spurst til fjall­göngu­mann­anna síðan klukk­an fimm á föstu­dags­morg­un að ís­lensk­um tíma en leit verður haldið áfram á morgun.

Tvær pak­ist­ansk­ar herþyrl­ur hafa leitað fjall­göngu­mann­anna í eins mik­illi hæð og þyrlurn­ar þola, 7.800 metra hæð. Þegar sein­ast heyrðist frá John Snorra og fé­lög­um voru þeir í um 8.200 metra hæð.

Ekki hefur verið hægt að senda reynda fjallgöngumenn upp fjallið vegna veðurs en Thaneswar segir mikinn vindhraða og tæplega 70 gráðu frost nálægt toppi fjallsins.

Hann telur ólíklegt að John Snorri, Ali og Mohr séu í fjórðu búðum en vonar að þeir hafi komist niður í þriðju búðir. Hann ætlar ekki að gefa upp vonina, hún sé það síðasta sem glatist.

mbl.is