Saksóknari fær bókhald Samherja

Endurskoðunarfyrirtækinu KPMG er skylt að veita embætti héraðssaksóknara upplýsingar og …
Endurskoðunarfyrirtækinu KPMG er skylt að veita embætti héraðssaksóknara upplýsingar og afhenda gögn varðandi bókhald og reikningsskil allra félaga Samherja á árunum 2011 til 2020. mbl.is/Sigurður Bogi

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG er skylt að veita embætti héraðssak­sókn­ara upp­lýs­ing­ar og af­henda gögn varðandi bók­hald og reikn­ings­skil allra fé­laga Sam­herja á ár­un­um 2011 til 2020.

Fyr­ir­tækið þarf einnig að af­henda héraðssak­sókn­ara upp­lýs­ing­ar og gögn er varða eina skýrslu sem það vann um starf­semi Sam­herja árin 2013 og 2014. 

Þetta kom fram í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur í byrj­un des­em­ber en Lands­rétt­ur vísaði kæru Sam­herja frá í lok janú­ar. Fyrst var greint frá niður­stöðunni í Kjarn­an­um.

KPMG er með úr­sk­urðinum skylt að aflétta trúnaði sem rík­ir á milli end­ur­skoðenda og viðskipta­vina en fyr­ir­tækið sá um bók­hald Sam­herja þar til í fyrra.

Í úr­sk­urði Héraðsdóms kem­ur fram að ætluð brot starfs­manna eða fyr­ir­svars­manna Sam­herja kunni að varða grein­ar al­mennra hegn­ing­ar­laga sem fjalli um pen­ingaþvætti og eft­ir at­vik­um auðgun­ar­brot.

Héraðssak­sókn­ari tel­ur það einnig hafa þýðingu að upp­lýsa hvernig ákv­arðana­töku var háttað inn­an fé­laga Sam­herja. Í drög­um að skýrsl­unni, sem KPMG vann árin 2013 og 2014, kom fram að eng­in form­leg fram­kvæmda­stjórn væri inn­an Sam­herja og Þor­steinn Már Bald­vins­son hefði mik­il og fjölþætt áhrif á starf­sem­ina.

Eft­ir at­huga­semd­ir Sam­herja var dregið úr um­fjöll­un um hlut­verk og áhrif Þor­steins Más.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur er því sú, eins og áður kem­ur fram, að KPMG er skylt að veita embætti héraðssak­sókn­ara upp­lýs­ing­ar og af­henda gögn um fé­lög Sam­herja, sem og áður­nefnda skýrslu.

Lands­rétt­ur vísaði kæru Sam­herja frá en rétt­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að ekki væri hægt að líta svo á að fé­lög Sam­herja hefðu verið aðilar að mál­inu í héraðsdómi. Af þeim sök­um væri þeim ekki heim­ilt að kæra.

mbl.is