„Hrognafyllingin enn ekki næg fyrir Japanina“

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­in liggja enn við bryggju og hafa ekki hafið loðnu­veiðar sín­ar. Þau bíða þess að hrogna­fyll­ing loðnunn­ar verði nægi­lega mik­il fyr­ir jap­anska kaup­end­ur, en þeir sækja sér­stak­lega í hrogn­in, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Á meðan er fjöldi norskra skipa rétt und­an Aust­fjörðum að veiða loðnu og hófst loðnu­vinnsla á ný eft­ir tæp­lega þriggja ára hlé í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað á laug­ar­dags­morg­un er norska upp­sjáv­ar­skipið Fiskebas landaði 310 tonn­um og stuttu síðar Sla­atterøy rúm­um 100 tonn­um. Í gær­kvöldi kom síðan Sjøbris með 360 tonn.

„Þetta fer vel af stað og það er gott og gam­an að finna loðnu­lykt­ina á ný. Hún er fersk og góð. Þetta er ágæt loðna en hún er ekki mjög stór og hrogna­fyll­ing­in er enn ekki nægj­an­leg fyr­ir Jap­an­ina. Hér eru þrír Jap­an­ir sem fylgj­ast grannt með. Loðnunni fylg­ir ávallt ákveðin stemmn­ing og það er gam­an að upp­lifa hana á ný,“ seg­ir Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son yf­ir­verk­stjóri.

mbl.is