Loðnan er fyrir land og þjóð

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir loðnuvertíðina skila milljörðum …
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir loðnuvertíðina skila milljörðum inn í hagkerfið á Austfjörðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta verður vertíð, og við erum ánægð með það fyrir land og þjóð,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, um loðnuveiðar. Samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og ákvörðun sjávarúvegsráðherra verður heimilt að veiða samtals 127.300 tonn af loðnu á vertíðinni sem nú er að fara af stað af alvöru. Má vænta að sá afli skili þjóðarbúinu 17,5 milljörðum króna í útflutningstekjur.

Í Fjarðabyggð eru þrjár stórar loðnuvinnslur, það er Síldarvinnslan í Neskaupstað, Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Eftir tvö loðnulaus ár, það er 2019 og 2020, var ekki gert ráð fyrir tekjum af loðnu í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Því eru peningar sem loðnan skilar nú í bæjarsjóð allir í plús miðað við þær væntingar sem fyrir voru.

„Þetta skilar milljörðum inn í hagkerfið hér á svæðinu. Þetta eru líka peningar sem koma sér vel vegna ýmissa framkvæmda á vegum sveitarfélagsins sem nú standa yfir. Þar má nefna byggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og stækkun leikskóla á Eskifirði. Við höfum haldið striki í fjárfestingum til að halda uppi atvinnu á svæðinu og loðnupeningarnir koma sér því vel nú,“ segir Jón Björn.

Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða.
Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: