Veiðigjöldin 4,8 milljarðar og Brim greiðir mest

Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brimi, en það félag …
Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brimi, en það félag greiðir mest í veiðigjöld 2020 samkvæmt álagningu Fiskistofu. mbl.is/Þorgeir

Sex­tán stærstu gjald­end­ur veiðigjalds greiddu sam­an­lagt um 3 millj­arða króna í rík­is­sjóð, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu. Þar er greint frá því að álagt veiðigjald vegna árs­ins 2020 var 4,8 millj­arðar króna.

Heild­ar­upp­hæð álagðra veiðigjalda lækk­ar nokkuð milli ára, en álagn­ing er nú tengd af­komu. Þannig námu álögð veiðigjöld 6,6 millj­örðum 2019 og 11,3 millj­örðum 2018.

Gjald­end­ur í fyrra voru 934 tals­ins og voru flest­ir þeirra að greiða vegna veiða yfir sum­arið en þá fóru strand­veiðar fram og voru um sjö til átta hundruð sem greiddu í kjöl­far slíkra veiða. Hóp­ur­inn var minnst­ur í janú­ar 2020 þegar gjald­end­ur voru um 150.

Þorsk­ur skil­ar 58,7%

Það er Brim sem greiðir mestu veiðigjöld­in eða 367 millj­ón­ir króna og Sam­herji greiðir næst­mest eða 281 millj­ón. Á eft­ir kem­ur Þor­björn með 250 millj­ón­ir króna, svo FISK Sea­food með 231 millj­ón og svo Skinn­ey-Þinga­nes með 197 millj­ón­ir króna.

Ef litið er til álagn­ing­ar eft­ir póst­núm­er­um gjald­enda sést að Reykja­vík (101), Vest­manna­eyj­ar, Grinda­vík, Ak­ur­eyri og Sauðár­krók­ur greiða mesta veiðigjaldið og greiða sam­an­lagt 2,4 millj­arða eða helm­ing veiðigjalds­ins. Þar af greiða gjald­end­ur í Reykja­vík (101) 680 millj­ón­ir, í Vest­manna­eyj­um 550 millj­ón­ir, í Grinda­vík 530 milj­ón­ir, á Ak­ur­eyri 400 millj­ón­ir og á Sauðár­króki 240 millj­ón­ir.

Þorsk­ur­inn skil­ar rík­is­sjóði 58,7% af veiðigjaldi árs­ins 2020 eða 2,8 millj­örðum króna, næst­mestu skil­ar ýsa eða 780 millj­ón­um króna. Grá­lúða skil­ar 400 millj­ón­um, mak­ríll 260 milj­ón­um og síld 210 millj­ón­um.

mbl.is