Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata

Píratinn Andrés Ingi Jónsson.
Píratinn Andrés Ingi Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Þingmaður­inn Andrés Ingi Jóns­son hef­ur ákveðið að ganga til liðs við Pírata. Andrés, sem und­an­farið rúmt ár hef­ur verið utan flokka eft­ir að hann sagði sig úr þing­flokki VG, greindi frá ákvörðun­inni á Face­book-síðu sinni.

Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þing­flokk Pírata. Þetta var ekki ein­föld ákvörðun og er tek­in eft­ir mikla yf­ir­legu. Ég vil vera hluti af hópi sem er hægt að treysta til að taka djarf­ar ákv­arðanir og tel að inn­an þing­flokks Pírata muni hug­sjón­um mín­um vera best borgið. Í fram­hald­inu mun ég gefa kost á mér í próf­kjöri Pírata til að sjá hvort gras­rót­in vilji treysta mér fyr­ir áfram­hald­andi verk­efn­um eft­ir kosn­ing­ar,“ skrif­ar Andrés á Face­book-síðuna.

Hann kveðst alltaf hafa unnið vel með Pír­öt­um á þingi.

Sem hluti af þing­flokki Pírata gefst mér tæki­færi til að vera hluti af hópi sem er í lyk­il­stöðu til að gera sam­fé­lagið okk­ar betra fyr­ir okk­ur öll, þátt­tak­andi í hreyf­ingu sem get­ur séð til þess að eft­ir næstu kosn­ing­ar verði mynduð rík­is­stjórn sem nær ekki bara utan um lægsta sam­nefn­ara held­ur al­vöru­breyt­ing­ar í þágu mann­rétt­inda, fólks­ins í land­inu og framtíðar­inn­ar. Á þingi hef ég lagt mikla áherslu á lofts­lags­mál, efl­ingu lýðræðis og jafn­rétti og veit að á þeim sviðum get ég tekið þátt í að móta sann­fær­andi og öfl­uga kosn­inga­stefnu Pírata fyr­ir haustið,“ skrif­ar Andrés enn frem­ur.

„Þing­flokk­ur Pírata samþykkti ein­róma að bjóða Andrés Inga vel­kom­inn í hóp­inn á þing­flokks­fundi í morg­un. Andrés Ingi og þing­flokk­ur­inn hafa átt í góðu sam­starfi, flutt sam­an fjölda þing­mála og unnið náið sam­an í nefnd­um þings­ins. Með tím­an­um hef­ur komið í ljós að um er að ræða nátt­úru­lega banda­menn með marg­ar sam­eig­in­leg­ar áhersl­ur. Andrés er gríðarlega öfl­ug­ur þingmaður sem hef­ur áorkað miklu einn síns liðs og er því mik­ill feng­ur fyr­ir þing­flokk Pírata,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um.

mbl.is