Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er staddur á Vestfjörðunum um þessar mundir ásamt ljósmyndaranum Ragnari Axelssyni og fleiri góðum vinum. Tómas sýndi frá því á Facebook í morgun að hann hefði farið nakinn í náttúrulaug ofarlega í Reykjafirði.
„Inn af Arnarfirði er Reykjafjörður sem ber nafn með rentu. Þarna er frábær náttúrulaug - ein af mínum uppáhalds. Um þessar mundir er hún svona "ski-in" laug. Maður bara rennir sér beint niður snævi þakin fjöllin á fjallaskíðum, hendir sér úr dressinu og ofaní. Svo er hægt að þrífa skíðin í leiðinni! Aðeins svalt þegar farið er upp úr en þar sem enginn er á svæðinu þarf ekki að þerra neina sundskýlu,“ skrifar Tómas á Facebook.
Ski-in laug Inn af Arnarfirði er Reykjafjörður sem ber nafn með rentu. Þarna er frábær náttúrulaug - ein af mínum...
Posted by Tomas Gudbjartsson on Wednesday, 10 February 2021