Hrollaugsmenn hafa trú á Arthuri

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­svars­menn smá­báta­fé­lags­ins Hrol­laugs á Höfn í Hornafirði rituðu Arth­uri Boga­syni, for­manni Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, bréf á dög­un­um þar sem þeir lýsa yfir trú sinni á Arth­uri sem for­manni LS.

Í bréf­inu sem hef­ur nú verið birt á síðu fé­lags­ins seg­ir að fundað hafi verið um mögu­lega inn­göngu Hrol­laugs í LS að nýju. Ekki kem­ur fram í bréf­inu hvort Hrol­laug­ur hygg­ist sækj­ast aft­ur eft­ir aðild í LS en þó seg­ir að flest­ir hafi verið já­kvæðir fyr­ir mögu­leik­an­um. 

Smá­báta­fé­lagið Hrol­laug­ur sagði sig úr LS árið 2018, m.a. vegna óánægju með bar­áttu­leysi fyr­ir stöðu smá­báta­sjó­manna í kjöl­far breyt­inga á strand­veiðifyr­ir­komu­lag­inu. 

Grút­mátt­laust skriffinnsku­fé­lag

„All­flest­ir tóku nokkuð vel und­ir þá hug­mynd en eru samt tví­stíg­andi því það LS sem við yf­ir­gáf­um á sín­um tíma var orðið grút­mátt­laust skriff­in­sku­fé­lag sem sann­ar­lega fylgdi ekki sinni eig­in lýðræðis­lega kjörnu stefnu og hvað þá að raun­veru­leg­ur bar­áttu­andi til handa smá­bát­um hafi svifið þar yfir vötn­un­um,“ seg­ir í bréfi Hrol­laugs til Arth­urs. Und­ir bréfið rit­ar Vig­fús Ásbjörns­son, formaður Hrol­laugs. 

Í bréf­inu eru út­listaðar hug­mynd­ir um hvernig LS geti náð þeim styrk og áheyrn sem Hrol­laug­ur tel­ur að fé­lagið eigi að hafa. „Leift­ur­sókn­in sem LS þarf að standa fyr­ir verður að vera svo öfl­ug að eng­inn fái við hana ráðið sem vilja okk­ur smá­báta­sjó­menn feiga,“ seg­ir í bréf­inu.

Í sam­tali við 200 míl­ur seg­ir Arth­ur Boga­son að hann hafi verið langt kom­inn með að svara bréfi Hrol­laugs, þegar það var birt á net­inu, á þá leið að hann hvetji Hrol­laugs­menn til þess að ganga aft­ur í LS enda séu kraft­ar smá­báta­sjó­manna bet­ur nýtt­ir sam­einaðir.

Bréfið má í heild sinni lesa hér:

mbl.is