Línuívilnunin dauðadæmd

Örvar Már Marteinsson, formaður Sambands smærri útgerða.
Örvar Már Marteinsson, formaður Sambands smærri útgerða.

Örvar Marteins­son, formaður Sam­bands smærri út­gerða, lýs­ir yfir áhyggj­um af þróun línuíviln­un­ar eft­ir að til­kynnt var um af­nám henn­ar í þorski, ýsu og keilu frá og með föstu­deg­in­um 12. fe­brú­ar og út tíma­bilið. Nýtt tíma­bil hefst 1. mars næst­kom­andi og stend­ur stöðvun­in því yfir í 17 daga.

Örvar bend­ir á að skerðing í línuíviln­un­ar­pott­in­um um helm­ing við síðustu fisk­veiðiára­mót sé nú að koma glögg­lega í ljós. Þá hef­ur Örvar áhyggj­ur af frek­ari skerðing­um á pott­in­um sem lagðar eru til í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um at­vinnu- og byggðakvóta o.fl. sem ligg­ur nú inni í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is.

„Skerðing­in síðustu ár hef­ur verið á þeim for­send­um að ekki þurfi svona mikla íviln­un leng­ur vegna þess að það séu svo fáir bát­ar sem nýta sér þetta. En það sést svo greini­lega að það hef­ur verið allt of mikið að skerða úr tvö þúsund tonn­um niður í rúm­lega þúsund tonn í þorski. Ef til frek­ari skerðing­ar kem­ur sem lögð er til í frum­varp­inu fær­ist pott­ur­inn niður í 800 tonn. Í fe­brú­ar var búið að veiða fyr­ir meira en 800 tonn af þorski í línuíviln­un,“ seg­ir Örvar í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: