Við veiðar við Breiðamerkursand

Grænlenska skipið Polar Amaroq við veiðar við Reykjanes.
Grænlenska skipið Polar Amaroq við veiðar við Reykjanes.

Fjög­ur skip voru í gær að lonu­veiðum und­an Breiðamerk­urs­andi, græn­lensku skip­in Pol­ar Amar­oq og Tasilaq og Finn­ur Fríði og Nor­d­borg frá Fær­eyj­um. Loðnan stóð djúpt og litl­ar frétt­ir voru af miðunum síðdeg­is í gær.

Græn­lensk­um skip­um er heim­ilt að veiða sam­tals 9.293 tonn af loðnu í lög­sög­unni og fær­eysk­um 6.365 tonn. Lík­legt er að ís­lensku loðnu­skip­in haldi til veiða um eða upp úr helgi.

Um 20 norsk skip hafa und­an­farið verið að loðnu­veiðum út af Aust­fjörðum og hafa þau landað afla í Nor­egi, Fær­eyj­um og hér á landi. Hátt verð hef­ur verið greitt fyr­ir loðnuna í upp­hafi vertíðar miðað við það sem áður hef­ur verið, eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu. Í farmi sem norskt fyr­ir­tæki keypti í gær úr einu skip­anna var meðal­verðið 15,33 krón­ur norsk­ar fyr­ir kílóið eða sem nem­ur um 230 ísl. kr. Í Fiskar­en í Nor­egi kem­ur fram að meðal­verð fyr­ir kíló af mak­ríl hafi verið 180 krón­ur und­an­farið, en venju­lega sé mak­ríl­verðið mun hærra en greitt sé fyr­ir loðnu.

Fjöldi norskra skipa, sem sam­tím­is fá leyfi til að veiða í fisk­veiðiland­helgi Íslands, tak­mark­ast við 30 skip. Norsk­um skip­um er heim­ilt að veiða sam­tals 41.808 tonn af loðnu, mega aðeins veiða í nót og ekki sunn­an línu, sem dreg­in er í aust­ur frá punkti sunn­an Álfta­fjarðar (64°30'N).

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: