Björgólfur hættir hjá Samherja

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/​Hari

Björgólf­ur Jó­hanns­son læt­ur af störf­um sem for­stjóri Sam­herja hf., en því starfi hef­ur hann gegnt einn frá nóv­em­ber 2019 og sam­hliða Þor­steini Má Bald­vins­syni frá mars 2020. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Sam­herja. Við breyt­ing­una verður Þor­steinn Már eini for­stjóri fyr­ir­tæk­isns á ný.

Björgólf­ur tók til starfa sem for­stjóri fé­lags­ins í kjöl­far ásak­ana á hend­ur Sam­herja um mútu­greiðslur í skipt­um fyr­ir kvóta í Namib­íu auk ásak­ana um pen­ingaþvætti og aðra fjár­glæpi.

„Þær ásak­an­ir sem hafðar hafa verið uppi á hend­ur Sam­herja eru nú komn­ar í far­veg fyr­ir dóm­stól­um. Þar gefst loks tæki­færi til hreinsa nöfn þeirra sem rang­lega eru sakaðir, ekki með brota­kennd­um frá­sögn­um í fjöl­miðlum, held­ur með kerf­is­bundn­um, rétt­um og lög­mæt­um hætti. Þannig hef­ur norski sak­sókn­ar­inn nú kom­ist að þeirri niður­stöðu að ásak­an­ir um pen­ingaþvætti eigi ekki við rök að styðjast og ekk­ert refsi­vert hafi átt sér stað í viðskipt­um DNB bank­ans og Sam­herja og ákveðið að fella málið niður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Áfram ráðgjafi

Björgólf­ur mun þó ekki kveðja Sam­herja að fullu og hef­ur stjórn fé­lags­ins kjörið hann í embætti for­manns hlít­ing­ar­nefnd­ar fyr­ir­tæk­is­ins, en sú nefnd hef­ur yf­ir­um­sjón með reglu­vörslu og stjórn­ar­hátt­um inn­an sam­stæðu Sam­herja. Mun Björgólf­ur stjórna skrán­ingu og form­legri inn­leiðingu slíkra reglna ásamt öðrum ráðgjafa­störf­um fyr­ir Sam­herja eft­ir því sem til­efni verður til.

mbl.is