„Nú fer þetta að fara í fullan gang“

Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.
Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.

„Loðnu­vertíð fylg­ir alltaf stemn­ing og nú fer þetta að fara í full­an gang,“ sagði Sig­urður Grét­ar Guðmunds­son, skip­stjóri á græn­lenska upp­sjáv­ar­skip­inu Pol­ar Amar­oq, í gær.

Þeir voru þá inni á Reyðarf­irði að frysta afla sem þeir fengu í fyrrinótt á Hálsa­hrauni skammt frá Hrol­laugs­eyj­um. Þriðja lönd­un vertíðar­inn­ar var svo ráðgerð á Eskif­irði í dag.

Túr­inn byrjaði á Lóns­vík aust­an Stokksness, en þar var erfitt að eiga við loðnuna í leiðinda­veðri og því var haldið norður á bóg­inn. Yst í Seyðis­fjarðardýpi feng­ust um 600 tonn í troll, að mestu í þrem­ur hol­um, og seg­ir Sig­urður að þar hafi verið tals­vert af loðnu. Í lok­in hafi verið farið aft­ur suður fyr­ir og í fyrra­kvöld feng­ust um 200 tonn í nót við Hrol­laugs­eyj­ar. Þar voru einnig Tasillaq frá Græn­landi og fæeysku skip­in Nor­d­borg og Finn­ur fríði.

„Næstu daga er spáð leiðinda­veðri með álands­vindi við Suðaust­ur­landið. Eft­ir það held ég að kraft­ur kom­ist í veiðarn­ar og ís­lensku skip­in fari að byrja,“ seg­ir Sig­urður Grét­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: