„Nú fer þetta að fara í fullan gang“

Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.
Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.

„Loðnuvertíð fylgir alltaf stemning og nú fer þetta að fara í fullan gang,“ sagði Sigurður Grétar Guðmundsson, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, í gær.

Þeir voru þá inni á Reyðarfirði að frysta afla sem þeir fengu í fyrrinótt á Hálsahrauni skammt frá Hrollaugseyjum. Þriðja löndun vertíðarinnar var svo ráðgerð á Eskifirði í dag.

Túrinn byrjaði á Lónsvík austan Stokksness, en þar var erfitt að eiga við loðnuna í leiðindaveðri og því var haldið norður á bóginn. Yst í Seyðisfjarðardýpi fengust um 600 tonn í troll, að mestu í þremur holum, og segir Sigurður að þar hafi verið talsvert af loðnu. Í lokin hafi verið farið aftur suður fyrir og í fyrrakvöld fengust um 200 tonn í nót við Hrollaugseyjar. Þar voru einnig Tasillaq frá Grænlandi og fæeysku skipin Nordborg og Finnur fríði.

„Næstu daga er spáð leiðindaveðri með álandsvindi við Suðausturlandið. Eftir það held ég að kraftur komist í veiðarnar og íslensku skipin fari að byrja,“ segir Sigurður Grétar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: