Þakka Kristjáni Þór fyrir skjót viðbrögð

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð sem tryggir áframhaldandi línuívilnun út maímánuð. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ráðherra er hér með þakkað fyr­ir að bregðast svo skjótt við og koma þannig í veg fyr­ir að línuíviln­un falli niður,“ seg­ir í færslu á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda og er vísað til þess að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur fram­lengt línuíviln­un.

Kristján Þór hef­ur hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um breyt­ingu á gild­andi reglu­gerð um línuíviln­un og aft­ur­kall­ar breyt­ing­in fyrri ákvörðun um að línuíviln­un falli niður frá og með deg­in­um í dag.

Ekk­ert rof verður á línuíviln­unni vegna þessa, en breyt­ing­in fel­ur í sér að annað tíma­bil hafi liðið und­ir lok 11. fe­brú­ar og að í dag hefj­ist þriðja tíma­bil sem gild­ir út maí.

mbl.is