„Þetta er góður dagur“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta staðfest­ir í raun það sem við höf­um sagt. Þarna var byggður til heill Kveiksþátt­ur um þetta mál. Það er er búið að berja á Sam­herja og fólki í Sam­herja af hálfu, ja ég veit ekki hvort fyr­ir­tækið heit­ir RÚV/​Stund­in eða Stund­in/​RÚV ohf. Þau hafa barið á viðskipta­bönk­um Sam­herja með full­yrðing­um sem við viss­um all­an tím­ann að væru rang­ar,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja í sam­tali við 200 míl­ur og bæt­ir því við að gott sé að þessi niðurstaða sé kom­in fram í dag. 

Sak­sókn­ari í Nor­egi hef­ur látið mál og rann­sókn á hend­ur norska viðskipta­bank­an­um DNB niður falla vegna viðskipta sinna við Sam­herja og meintra brota þeirra í Namib­íu. Var bank­inn grunaður um að eiga aðild að pen­ingaþvætti ásamt Sam­herja. Rann­sókn efna­hags­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar í Ósló leiddi ekki neitt í ljós sem þótti til­efni til ákæru og var því fallið frá mál­inu. 

Greiðslur til skip­verja gerðar tor­tryggi­leg­ar

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja í kjöl­far til­kynn­ing­ar DNB banka þess efn­is að fallið hafi verið frá máli á hend­ur þeim seg­ir að Sam­herji fangi niður­stöðunni og þær greiðslur sem gerðar voru tor­tryggi­leg­ar í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Rík­is­út­varps­ins um viðskipti fé­lags­ins í Namib­íu hafa verið til þess að tryggja skip­verj­um greiðslur.

Sam­herji fagn­ar þess­ari niður­stöðu enda hef­ur fé­lagið ávallt haldið því fram að ásak­an­ir vegna viðskipti tengdra fé­laga við DNB hafi verið til­hæfu­laus­ar. Mjög veiga­mik­ill þátt­ur í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins um út­gerðina í Namib­íu varðaði um­rædd viðskipti við DNB bank­ann. Þar voru upp­lýs­ing­ar um áreiðan­leika­könn­un bank­ans slitn­ar úr sam­hengi og lán­veit­ing­ar, sem voru fram­kvæmd­ar til að tryggja að greiðslur bær­ust skip­verj­um á rétt­um tíma, gerðar tor­tryggi­leg­ar. Mjög al­var­leg­ar ásak­an­ir voru sett­ar fram um þessi viðskipti, meðal ann­ars að þau hafi falið í sér pen­ingaþvætti,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­herja. 

Ótt­ast ekki fram­haldið 

Þor­steinn Már seg­ist ekki ótt­ast aðrar rann­sókn­ir sem nú fara fram, bæði í Namib­íu og á Íslandi. 

„Þetta er að hluta til unnið eins og Seðlabanka­málið, fyrst og fremst af hálfu RÚV gert til að skaða fyr­ir­tæki og fólk. Ég veit að þegar okk­ur tekst að far að verja okk­ur á þeim stöðum sem mál­in eru til rann­sókn­ar þá ótt­ast ég ekki niður­stöðuna í því frek­ar en í þessu máli,“ seg­ir Þor­steinn Már. 

Þor­steinn sagði eng­an starfs­mann Sam­herja enn hafa verið ákærðan í Namib­íu. Þor­steinn Már ásamt fimm öðrum starfs­mönn­um Sam­herja hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings við rann­sókn á Íslandi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina