Vatnajökulsþjóðgarður er í 2. sæti á lista TripAdvisor yfir bestu þjóðgarða í Evrópu. Þjóðgarðurinn er sá stærsti í Evrópu og margar fallegustu náttúruperlur Íslands er að finna þar.
Í fyrsta sæti á listanum er Yorkshire Dales-þjóðgarðurinn í Bretlandi. Á vef TripAdvisor segir að árið 2020 hafi ferðamenn sótt í fámenni og að vera mikið utandyra.
Í þriðja sæti er Plitvice Lakes-þjóðgarðurinn í Króatíu en hann er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í landinu.