Faraldurinn hafði margvísleg áhrif

Færri komu á bráðamóttökur spítalans 2020 en 2019.
Færri komu á bráðamóttökur spítalans 2020 en 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafði marg­vís­leg áhrif á rekst­ur Land­spít­al­ans í fyrra, sam­kvæmt starf­sem­is­upp­lýs­ing­um spít­al­ans fyr­ir des­em­ber 2020. Tæp­lega 300 ein­stak­ling­ar þurftu inn­lögn á spít­al­ann í fyrra og 17% þeirra stuðning á gjör­gæslu, að því er Páll Matth­ías­son for­stjóri sagði í for­stjórap­istli.

Þetta hafði gríðarlega mik­il áhrif á rekst­ur spít­al­ans sem alla jafna keyr­ir á yfir 100% nýt­ingu rýma.

Meðal­fjöldi inniliggj­andi sjúk­linga á dag árið 2020 var 560 eða 6,8% færri en árið 2019 þegar meðal­fjöld­inn var 601. Legu­dag­ar á legu­deild­um og bráðadeild í Foss­vogi voru 8,4% færri í fyrra en árið 2019. Hlut­fall sjúk­linga­daga í þyngstu hjúkr­un­arþyngd­ar­flokk­un­um (IV og V) jókst hins veg­ar um 12% milli ára, sam­kvæmt starf­sem­is­upp­lýs­ing­un­um. Kom­ur á all­ar bráðamót­tök­ur Land­spít­al­ans voru 14,6% færri árið 2020 en þær voru 2019. Kom­um á göngu­deild­ir fækkaði um 10,3% á milli ára og kom­um á dag­deild­ir um 8,6%. Þá voru skurðaðgerðir 9,7% færri árið 2020 en þær voru árið 2019.

Rann­sókn­ir á þjón­ustu­sviði, það er all­ar rann­sókn­ir sem gerðar voru á LSH, fyr­ir sjúk­linga LSH og aðra lands­menn auk aðsendra sýna, voru 13% fleiri árið 2020 en þær voru 2019. Fjöldi rann­sókna í fyrra var 2.965.667 eða 340.377 fleiri en árið áður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: