„Hundfúlt og mikil vonbrigði“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, er ekki á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem verið er að kynna á alls­herj­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann seg­ir þetta hund­fúlt og mik­il von­brigði.

Frétta­blaðið greindi frá því í morg­un að Guðmund­ur væri ekki á list­an­um og ástæðan væri meint óvissa um kjörgengi hans.

Guðmund­ur tjá­ir sig um málið á Face­book í dag en fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hófst klukk­an 13.

„Auðvitað væri ég að ljúga ef ég segði að þetta væri ekki hund­fúlt og mik­il von­brigði. Í fyrra­dag var ég kom­inn með flott sæti á lista en nú er ég ekki inni. Því verður ekki breytt úr þessu held ég. Það eru mik­il­væg mann­rétt­indi ein­stak­linga í lýðræðis­ríki að bjóða sig fram í kosn­ing­um. Tak­mark­an­ir á þeim rétti þurfa að vera mál­efna­leg­ar, skýr­ar og af­drátt­ar­laus­ar.

Ég ætla ekki mikið að hugsa um þetta núna um helg­ina annað en að mæta á alls­herj­ar­fund Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í RVK núna á eft­ir en mun svo taka stöðuna á þess­um mál­um seinna. Varðandi kjörgengi mitt snýst málið um það hvort ég hafi lokið afplán­un að fullu og hafi þar með óflekkað mann­orð í skiln­ingi stjórn­ar­skrár, sbr. 4. gr. laga um kosn­ing­ar til Alþing­is,“ skrif­ar Guðmund­ur og seg­ir jafn­framt:

„Nokk­ur atriði skipta máli:

1. Lög sem skerða per­sónu- og þá at­vinnu­frelsi skulu skýrð þröngt og þannig að þau séu borg­ara í hag.

2. Laga­áskilnaðarregla 75. gr. stjsk. ger­ir kröfu um að skerðing­ar séu greind­ar í lög­un­um sjálf­um, ekki í grein­ar­gerð með lög­un­um. Laga­áskilnaðarregl­an gild­ir um hug­tök og skýr­ing­ar á þeim.

3. Gerð er krafa um að al­manna­hags­mun­ir búi að baki skerðingu á rétt­ind­um skv. 75. gr. stjskr. Þeir eru ekki skýrðir í lög­un­um.

4. Afplán­un og lok henn­ar er skil­greint í lög­um um fulln­ustu refs­inga. Það sem fell­ur und­ir afplán­un kem­ur fram í III. kafla lag­anna. Lok afplán­un­ar eru í 36. gr. lag­anna og þar seg­ir að hún eigi sér stað með því að fanga sé sleppt kl. 8 í lok afplán­un­ar. Manni sem hlýt­ur reynslu­lausn og fer á reynslu­tíma er sleppt við veit­ingu reynslu­lausn­ar og í upp­hafi reynslu­tíma.

5. Hug­tök­in reynslu­lausn og reynslu­tími falla ekki und­ir afplán­un sam­kvæmt lög­um um fulln­ustu refs­inga. Hvergi í öðrum lög­um er reynslu­lausn og reynslu­tími talið til afplán­un­ar.

6. Reynslu­lausn og reynslu­tími er hvort sitt hug­takið.

7. Vegna hinna miklu krafna sem gerðar eru til laga­ákvæða sem skerða mann­rétt­indi er ekki pláss fyr­ir túlk­un á hug­tök­um sem ekki byggja bein­lín­is á laga­texta og eru skýrð þar með ná­kvæm­um og aug­ljós­um hætti.

8. Marg­ir ís­lensk­ir dóm­ar hafa fjallað um sam­bæri­leg mál.

9. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hef­ur einnig fjallað um þessi mál.“

mbl.is