Sjö brot til rannsóknar

Fiskistofa telur drónagóða viðbót við hefð-bundið eftirlit og hafanokkrir verið …
Fiskistofa telur drónagóða viðbót við hefð-bundið eftirlit og hafanokkrir verið staðnirað brottkasti. mbl.is/Árni Sæberg

Fiski­stofa hef­ur notað dróna eða flygildi við eft­ir­lit með fisk­veiðum frá miðjum janú­ar og hef­ur með þeim hætti kom­ist upp um þó nokk­ur brot gegn lög­um um stjórn fisk­veiða á þess­um stutta tíma. Stofn­un­in ger­ir ráð fyr­ir að þessi eft­ir­litsaðferð verði hluti af reglu­legu eft­ir­liti sínu.

Sjö mál eru nú til rann­sókn­ar sem má rekja til eft­ir­lits með þess­um ný­stár­lega hætti. „Vænt­an­lega mun flest­um þeirra ljúka með leiðbein­inga­bréfi. Við reyn­um að gæta meðal­hófs. Þetta er nú nýtt eft­ir­lit og við reyn­um að benda mönn­um á að þetta eft­ir­lit er í gangi og ljúka ein­hverj­um mál­um með leiðbein­inga­bréfi sem síðan er fylgt eft­ir með áminn­ingu,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu. „Ef um ít­rekuð brot er að ræða gæti niðurstaðan orðið veiðileyf­a­svipt­ing.“

Öll leyfi sem þetta eft­ir­lit krefst liggja fyr­ir og hafa eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar fengið kennslu og til­sögn í meðferð tækj­anna auk þess sem þeir hafa hlotið fræðslu í per­sónu­vernd.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Elín þessa teg­und eft­ir­lits frá­brugðna hefðbundnu mynda­véla­eft­ir­liti þar sem slíkt fer fram með því að stöðug upp­taka er í gangi, en mynda­vél­arn­ar á drón­un­um taka ekki upp nokk­urn hlut fyrr en eft­ir­litsmaður verður vitni að broti og set­ur upp­töku af stað. Þá sé geymsla allra gagna háð ströng­um regl­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: