Rýming á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu

Frá Seyðisfirði í desember síðastliðnum.
Frá Seyðisfirði í desember síðastliðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna snjóflóðahættu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið rýmingu á reitum 4 og 6 á Seyðisfirði. Rýming tekur gildi klukkan 21.00 í kvöld.

Íbúar á þessum svæðum tveimur hafa þegar verið upplýstir. Um er að ræða sjö einstaklinga í þremur húsum, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Ekki er gert ráð fyrir frekari rýmingu að svo stöddu. Vel er þó fylgst með sem fyrr hjá Veðurstofu. 

Segir í tilkynningunni að til öryggis muni Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar sem staðsett er á Reyðarfirði, fljótlega færa sig yfir til Seyðisfjarðar.

mbl.is