Ekkert banaslys á sjó í fjögur ár

Beitir NK-123.
Beitir NK-123. Ljósmynd/mbl.is

Skráð sjó­at­vik hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) voru sam­tals 93 á ár­inu 2020 og fækkaði frá ár­inu áður um 12% og er um 31% und­ir meðaltali ár­anna 2010–2019. Þetta kem­ur fram í ný­út­kom­inni árs­skýrslu RNSA fyr­ir sjó­at­vik . 

Slys­um á fólki fjölgaði 

Lang­flest at­vik voru í flokkn­um slys á fólki eða 58, það er fjölg­un um eitt slys frá ár­inu 2019. Það er einnig yfir tíu ára meðaltali þar sem slys á fólki eru 53. Þá fjölgaði at­vik­um þar sem skip sukku eða hvolfdu, sem voru 7 at­vik árið 2020. Árið 2019 sukku eða hvolfdu aðeins 2 skip og tíu ára meðaltali eru 4 skip.

Næst flest voru skráð at­vik þar sem skip voru dreg­in til hafn­ar eða 18 tals­ins. Það er veru­leg fækk­un frá því ár­inu áður þegar þau voru 54 og langt und­ir tíu ára meðaltali sem stend­ur í 42.

Flest urðu skráð at­vik á norðvest­ur­svæði, frá Snæ­fellsnesi að Sigluf­irði, eða 43% at­vika. 25% at­vika gerðust á suðvest­ur­svæði, frá Dyr­hóla­ey að Snæ­fellsnesi og 21% þeirra á norðaust­ur­svæði.   

Svæðisskipting skráðra atvika hjá RNSA.
Svæðis­skipt­ing skráðra at­vika hjá RNSA. Skjá­skot úr skýrslu RNSA


Eng­in bana­slys

Eng­in bana­slys urðu árið 2020 á ís­lensk­um sjó­mönn­um við Íslands­strend­ur. Um er að ræða sjö­unda árið í sög­unni frá því að skrán­ing á slys­um hófst og fjórða árið í röð. Önnur ár sem ekk­ert bana­slys á sjó urðu við Ísland eru: 2008, 2011, 2014, 2017, 2018 og 2019.

Sem fyrr seg­ir eru slys á fólk al­geng­ustu skráðu at­vik­in hjá RNSA. Flest urðu þau á veiðum árið 2020 eða í 40 til­fell­um, í 8 til­fell­um urðu slys á fólki á sigl­ingu og í 10 til­fell­um þegar skip var í höfn.

Al­geng­ustu slys­in á fólki er að verða á milli og klemm­ast (í 17 til­fell­um), fallslys og bein­brot (í 14 til­fell­um) og slys við vind og híf­ing­ar (í 11 til­fell­um). 

Flest urðu slys­in á há­set­um eða í 62% skipta, þar á eft­ir neta­mönn­um í 9% skipta, og mat­svein­um í 7% skipta.

mbl.is