„Meira um brot en við hefðum viljað sjá“

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Aug­ljóst þykir að verk­efni Fiski­stofu eru tölu­verð áskor­un enda hafsvæðið um­hverf­is Ísland stórt, auk þess sem 60 hafn­ar­vog­ir eru víðsveg­ar um landið og um 1.300 skip og bát­ar eru með afla­mark og sam­bæri­leg­ur fjöldi með sér­veiðileyfi. Drón­ar þykja því til­valið tæki til stuðnings veiðieft­ir­lit­inu en notk­un þeirra er háð skil­yrðum. „Fiski­stofu ber að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd laga um stjórn fisk­veiða og fleiri laga,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu, og hún seg­ir að stofn­un­inni beri þar af leiðandi laga­leg skylda til þess að finna leiðir sem gera veiðieft­ir­lit­inu kleift að ná sem mest­um ár­angri. Hún tel­ur framtíð eft­ir­lits­ins liggja í ra­f­rænu eft­ir­liti þar sem grein­ing gagna, mynda­vél­ar og drón­ar skipa auk­in sess.

Fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um starf­semi Fiski­stofu árið 2019 að eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar væri ófull­nægj­andi og að eft­ir­litið þyrfti að vera skil­virkt, gagn­sætt og hafa til­ætluð fæl­ing­ar- og varnaðaráhrif. Fiski­stofa hef­ur metið það svo að notk­un nýrr­ar tækni sé leið til að koma til móts við þær at­huga­semd­ir sem gerðar hafa verið við starf­semi stofn­un­ar­inn­ar og hef­ur stofn­un­in fengið öll þau leyfi sem dróna­eft­ir­lit krefst.

Fram­leng­ing á aug­um eft­ir­lits­manns

Dróna­verk­efnið hef­ur átt sér nokk­urn aðdrag­anda og hef­ur Fiski­stofa meðal ann­ars átt í sam­skipt­um við Per­sónu­vernd til að ganga úr skugga um að dróna­eft­ir­litið upp­fylli skil­yrði laga. „Við leituðum til Per­sónu­vernd­ar með þess­ar hug­mynd­ir og hvernig við vild­um fram­kvæma þetta. Í svari frá Per­sónu­vernd gera þeir ekki at­huga­semd við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga með þeim hætti sem við lýst­um í okk­ar er­indi, en úti­loka ekki að taka málið til frek­ari skoðunar ef til­efni er til,“ seg­ir Elín.

„Við lít­um svo á að þetta sé fram­leng­ing á aug­um eft­ir­lits­manns. Drón­an­um er stjórnað af eft­ir­lits­manni, það er ekki upp­taka í gangi,“ út­skýr­ir hún og vís­ar til þess að eft­ir­lits­menn horfa aðeins á beint streymi frá mynda­vél drón­ans. „Þeir fljúga yfir og verði þeir þess áskynja að brot sé í gangi hefja þeir upp­töku. Öllum gögn­um sem ekki sýna brot er eytt og eru aldrei vistuð. En ef um er að ræða brot þá fer það til meðferðar hér inn­an­húss hjá okk­ur og er efni sem því teng­ist vistað eft­ir ákveðnum regl­um og gilda um það ákveðnar eyðing­ar­regl­ur líka. Við vilj­um ekki meina að þetta sé ra­f­ræn vökt­un þar sem þetta er ekki stöðug vökt­un.

Við höf­um til þessa verið með eft­ir­lit í gegn­um sjón­auka og mynda­tök­ur í gegn­um sjón­auka í ein­hverj­um til­vik­um. Það má eig­in­lega segja að við séum búin að setja sjón­auk­ann á loft og lít­um á þetta sem fram­leng­ingu á aug­um eft­ir­lits­manns.“

Þegar orðið var­ir við brot

Eft­ir­lits­menn á veg­um Fiski­stofu fengu þjálf­un síðastliðið haust í notk­un drón­anna og hafa tæk­in verið í notk­un frá því um miðjan janú­ar. Um­fram um­rædda þjálf­un þurfa veiðieft­ir­lits­menn ekki sér­stök rétt­indi til að nota drón­ana, seg­ir Elín en bend­ir þó á að eft­ir­lits­menn­irn­ir hafi hlotið sér­staka fræðslu á sviði per­sónu­vernd­ar.

Spurð hvort eft­ir­lits­menn hafi þegar orðið var­ir við brott­kast eða önn­ur brot, svar­ar Elín: „Já, tals­vert. [...] Því miður virðist vera að það sé meira um brot en við hefðum viljað sjá.“

Þá eru sjö mál þegar í rann­sókn hjá Fiski­stofu. „Vænt­an­lega mun flest­um þeirra ljúka með leiðbein­ing­ar­bréfi. Við reyn­um að gæta meðal­hófs. Þetta er nú nýtt eft­ir­lit og við reyn­um að benda mönn­um á að þetta eft­ir­lit er í gangi og ljúka ein­hverj­um mál­um með leiðbein­ing­ar­bréfi sem síðan er fylgt eft­ir með áminn­ingu. Ef um ít­rekuð brot er að ræða, þá gæti niðurstaðan orðið veiðileyf­a­svipt­ing eða kært til lög­reglu eft­ir um­fangi og eðli.“

Fiskistofa telur drónagóða viðbót við hefð-bundið eftirlit og hafa nokkrir …
Fiski­stofa tel­ur drónagóða viðbót við hefð-bundið eft­ir­lit og hafa nokkr­ir verið staðnir að brott­kasti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lang­dræg­ir

Til þessa hafa drón­arn­ir aðeins verið notaðir í eft­ir­liti með veiðum en einnig stend­ur til að nýta þá til að fylgj­ast með lönd­un­um í höfn­um, að sögn El­ín­ar. Þá hef­ur tækj­un­um aðeins verið stýrt frá landi til þessa, en tæk­in hafa tölu­vert flugþol og hægt að beita þeim úr tíu til fimmtán kíló­metra fjar­lægð. Þegar fram líða stund­ir stend­ur til að nota drón­ana á sjó og er fyr­ir­hugað að eft­ir­lit­inu verði meðal ann­ars beitt frá skip­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Spurð hvað þessi tæki kunna að kosta seg­ir Elín þau ekki bil­l­eg og kosta ódýr­ustu drón­ar Fiski­stofu um 300 til 350 þúsund krón­ur stykkið og þeir dýr­ustu um þrjár millj­ón­ir króna.

Elín kveðst sann­færð um að drón­ar verði til fram­búðar hluti af eft­ir­liti Fiski­stofu. „Við telj­um þetta vera góða viðbót við þau úrræði sem við höf­um. Það er nátt­úr­lega þannig að það er eng­inn að brjóta af sér með veiðieft­ir­lits­mann um borð endi­lega, þarna erum við að horfa á eft­ir­litsþátt okk­ar með öðrum hætti.“

Eft­ir­lit af þess­um toga hef­ur sætt ein­hverri gagn­rýni enda kann sum­um að þykja op­in­bera eft­ir­lits­stofn­un vera að hnýs­ast í dag­legt líf sjó­manna um­fram til­efni þegar hún hef­ur sveim­andi mynda­vél yfir höfðum þeirra. Eft­ir stend­ur að með ein­hverju móti verður eft­ir­lit að eiga sér stað. „Þetta er nátt­úr­lega sam­eign þjóðar­inn­ar og okk­ur ber að um­gang­ast þessa auðlind af virðingu. Lang­flest­ir gera það en við erum að sjá að það eru ekki all­ir,“ seg­ir Elín.

Hún tel­ur enga ástæðu til að ótt­ast dróna­eft­ir­litið enda sé það og varsla efn­is háð ströng­um regl­um og viðmiðum. Spurð hvernig at­huga­semd­um er svarað, seg­ir hún: „Maður keyr­ir ekki í gegn­um höfuðborg­ar­svæðið án þess að þar sé mynda­vél ein­hvers staðar, maður fer vart inn í versl­an­ir, banka eða þjón­ustu­stofn­an­ir án þess að vera í mynd. Þetta eru eng­ar per­són­unjósn­ir sem fara fram. Við erum að fylgj­ast með brot­um úti á sjó. Það eru brot fram­in í sjáv­ar­út­veg­in­um í heim­in­um og ávinn­ing­ur­inn er held­ur meiri en fólk ger­ir sér al­mennt grein fyr­ir.“

Mynda­véla­eft­ir­liti frestað

Fiski­stofa vann að því síðasta haust að koma á til­raun­um með mynda­véla­eft­ir­liti um borð í fiski­bát­um og -skip­um í sam­ræmi við til­lög­ur verk­efna­stjórn­ar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni. Var það verk­efni unnið í sam­vinnu við Lands­sam­band smá­báta­eig­enda og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Ekk­ert hef­ur orðið úr verk­efn­inu ennþá vegna laga­legra óvissuþátta, seg­ir Elín. „Það verk­efni er í biðstöðu vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða,“ út­skýr­ir hún og bæt­ir við að ekki sé búið að úti­loka mynda­véla­eft­ir­lit. „Það þyrfti lík­lega laga­breyt­ing­ar til að koma slíku á. Væri mögu­lega hægt að gera samn­inga við ein­staka út­gerðir en það er ekki komið á það stig.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: