Aukin umræða um vopnaburð innan lögreglu

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur til þessa verið kölluð til ef til …
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur til þessa verið kölluð til ef til skotvopna þarf að grípa. mbl.is/​Hari

„Ég er ekki hrif­inn af þeirri hug­mynd að lög­regla fari al­mennt að vopn­ast,“ seg­ir Fjöln­ir Sæ­munds­son, varðstjóri á Suður­landi og verðandi formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.
Hann seg­ir þó aukna umræðu meðal lög­reglu­manna um nauðsyn þess að bera skot­vopn. Er það í ljósi auk­inn­ar tíðni árása þar sem skot­vopn­um hef­ur verið beitt.

„Menn eru þjálfaðir í meðferð skot­vopna en það er svo stór ákvörðun að ætla að fara að bera skot­vopn. Ég held að það sé heim­ur sem fáir lög­reglu­menn vilja starfa við,“ seg­ir Fjöln­ir.

Bíl­ar á lands­byggðinni út­bún­ir skot­vopn­um

Hann bend­ir á að sér­sveit­in sé vopnuð og að þar séu þrautþjálfaðir menn á ferð. Vissu­lega geti komið upp mál þar sem sér­sveit­in þarf að ferðast um lang­an veg og því ekki hægt að njóta liðsinn­is henn­ar nema eft­ir langa bið. „Í ljósi þessa þarf ekk­ert að fela það að mjög marg­ir lög­reglu­bíl­ar á lands­byggðinni eru út­bún­ir skot­vopn­um. Ég veit ekki hvort fólk sé meðvitað um það en þannig er það bara," seg­ir Fjöln­ir.

Fjölnir Sæmundsson, verðandi formaður Landssambands lögreglumanna.
Fjöln­ir Sæ­munds­son, verðandi formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Hann bend­ir á að menn­ing­in á Íslandi sé ólík því sem ger­ist víða um heim og að yf­ir­leitt sé hægt að leysa mál­in án þess að grípa til skot­vopna.

Eru ekki með núm­er að talnalás 

„Eins og mál­in standa tel ég það vera full­nægj­andi hvernig staðið er að vopna­b­urði lög­reglu. Svo get­ur verið annað mál hvernig tækni­leg út­færsla er, hvernig hægt er að nálg­ast skot­vopn. Al­menn­ir lög­reglu­menn eru t.a.m. ekki með núm­er að læst­um talnalás þar sem skot­vopn eru geymd. Þú þarft sér­stakt leyfi enda skot­vopn­in hugsuð sem nauðvörn,“ seg­ir Fjöln­ir.

Danska lög­regl­an vopnaðist á einni nóttu

Hann seg­ir skipt­ar skoðanir á mál­inu. Sum­ir fé­lags­menn hafi bent á það að danska lög­regl­an hafi vopn­ast á einni nóttu þegar lög­reglumaður var skot­inn við skyldu­störf.

„Það breyt­ir því ekki að al­mennt hef ég haft þá til­finn­ingu að menn vilji ekki bera skot­vopn við skyldu­störf,“ seg­ir Fjöln­ir.

„Regl­an er sú að hörfa í skjól og kalla á sér­fræðinga. Það hef­ur gef­ist vel hingað til,“ seg­ir Fjöln­ir.

Hann var ný­lega kjör­inn formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna (LSS) en hef­ur ekki störf fyrr en í apríl. Hann árétt­ar því að hann tali ekki fyr­ir hönd LSS enn sem komið er.

mbl.is