Kærði gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar

Karlmaður á fertugsaldri var drepinn fyrir utan heimili sitt í …
Karlmaður á fertugsaldri var drepinn fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði á laugardagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk­ur karl­maður á fer­tugs­aldri hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna í tengsl­um við rann­sókn á mann­dráp­inu í Rauðagerði sl. laug­ar­dag. Maður­inn lýs­ir sig sak­laus­an af aðild að mál­inu og hef­ur kært úr­sk­urðinn til Lands­rétt­ar. Þetta staðfest­ir verj­andi manns­ins í sam­tali við mbl.is.

Maður­inn er einn af þrem­ur sem hand­tekn­ir voru í sum­ar­húsi á Suður­landi í gær. Búið er að fara fram á gæslu­v­arðhald yfir hinum mönn­un­um en úr­sk­urður héraðsdóms ligg­ur ekki fyr­ir.

Einn maður af er­lend­um upp­runa hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar­inn­ar síðan á sunnu­dag­inn. Hann verður í gæslu­v­arðhaldi til 19. fe­brú­ar.

mbl.is