Sleginn yfir að íbúðin flæktist í Rauðagerðismálið

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var staddur í íbúð í …
Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var staddur í íbúð í miðbænum þegar hann var handtekinn. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Leigu­sali seg­ist sleg­inn í kjöl­far þess að er­lend­ur maður var hand­tek­inn í íbúð á hans veg­um í tengsl­um við skotárás og and­lát manns í Rauðagerði í Reykja­vík á laug­ar­dags­kvöld. Íbúðin er í Garðabæ og var leigð ungri konu til skamms tíma. Næsta sem frétt­ist af íbúðinni hafi verið það að lög­regla sé að rann­saka hana og alls óvíst hvenær hann fær að fara þar inn að nýju. 

„Við fáum ekki að fara inn í íbúðina. Fáum bara að heyra það frá lög­reglu að málið sé í bið og rann­sókn og við fáum ekki að fara þangað þar til því er lokið,“ seg­ir leigu­sal­inn.  

Hann bend­ir á að eðli­lega fái leigu­sali litlu um það ráðið hver fer inn og út úr íbúðinni.

„Staðan er bara svona og maður get­ur ekk­ert gert. Maður er ráðalaus og bíður bara eft­ir því hvernig málið fer. Það eina sem maður get­ur gert er að lesa um málið í blöðunum.“

Lög­regl­an hand­tók mann­inn í íbúðinni aðfaranótt laug­ar­dags stuttu eft­ir að skotárás­in átti sér stað í Rauðagerði.

Leiðrétt­ing: 22.50

Íbúðin er í Garðabæ en ekki miðbæ eins og fyrst kom fram. 

mbl.is