Þrír handteknir til viðbótar

Þrír voru hand­tekn­ir í viðamikl­um aðgerðum lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í gær í tengsl­um við rann­sókn henn­ar á mann­drápi í aust­ur­borg­inni um síðustu helgi. Farið var í hús­leit­ir í um­dæm­inu og utan þess en við aðgerðirn­ar naut lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu aðstoðar bæði sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og annarra lög­reglu­embætta.

Ekki er hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni en Frétta­blaðið greindi frá því í morg­un að sér­sveit lög­regl­unn­ar hefði verið með viðamikl­ar aðgerðir á Sel­fossi í nótt.

mbl.is