Fiskistofa horfi á „menn að skíta“

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir …
Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir við eftirlit með veiðum. Landssamband smábátaeigenda hefur kallað drónann opinbert eftirlitsauga Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Á vef Fiski­stofu er brugðist við gagn­rýni við notk­un stofn­un­ar­inn­ar á drón­um, eða flygild­um, til eft­ir­lits með fisk­veiðum við Ísland og full­yrt að slík notk­un sé í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög á Íslandi og í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar frá Per­sónu­vernd.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur gagn­rýnt eft­ir­litsaðferðina harðlega og seg­ir jafn­ræðis ekki gætt við mynda­véla­eft­ir­lit né held­ur meðal­hófs­reglu beitt. LS áskil­ur sér rétt til þess að leita til Per­sónu­vernd­ar vegna þess­ar­ar nýju aðferðar Fiski­stofu.

Í til­kynn­ingu Fiski­stofu er til­efni og aðdrag­andi dróna­notk­un­ar­inn­ar rak­inn. Þá kem­ur fram að tækj­un­um er ávallt stjórnað af veiðieft­ir­lits­manni sem er viðstadd­ur og sér mynd­efnið úr mynda­vél drón­ans í beinu streymi.

Ann­ars veg­ar er um að ræða vökt­un í raun­tíma þar sem mynd­efni er ekki safnað og hins veg­ar söfn­un mynd­efn­is í þeim til­fell­um þar sem upp kem­ur grun­ur um frá­vik frá lög­um og regl­um. Upp­taka er því ekki virkjuð nema í þeim til­vik­um að eft­ir­litsmaður hef­ur séð brot.

Sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Per­sónu­vernd­ar

Þá fari vinnsla á mynd­efni fram sam­kvæmt gild­andi regl­um og fyr­ir­mæl­um Per­sónu­vernd­ar. 

Einnig kem­ur fram að Fiski­stofa hafi unnið mat á áhrif­um vinnsl­unn­ar á per­sónu­vernd áður en beit­ing dróna hófst og talið áhætt­una litla. Eft­ir­lits­menn hafi þá fengið fræðslu um per­sónu­vernd og leitað hafi verið til Per­sónu­vernd­ar varðandi notk­un á dróna. 

Fiski­stofu er með lög­um falið að fylgj­ast með fram­kvæmd laga um stjórn fisk­veiða og að hafa eft­ir­lit með fisk­veiðum. Með hliðsjón af því var það mat Per­sónu­vernd­ar að vinnsla Fiski­stofu á upp­lýs­ing­um um refsi­verðan verknað á þann hátt sem lýst var í er­indi Fiski­stofu til Per­sónu­vernd­ar falli und­ir lög­bundið hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. Að öðru leyti gerði Per­sónu­vernd ekki frek­ari at­huga­semd­ir við Fiski­stofu um málið að svo stöddu,“ seg­ir á vef Fiski­stofu.

Þá barst Fiski­stofu vísa frá skip­stjórn­ar­manni vegna umræðunn­ar um dróna­eft­ir­lit:

Af Fiski­stofu fer það orð

að flygildi þeir vilji nýta.

Þá geta leyst öll lúðumorð

og líka horft á menn að skíta.

 

mbl.is