Fjórir handteknir til viðbótar

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hand­tekið fjóra til viðbót­ar í þágu rann­sókn­ar henn­ar á mann­drápi í Rauðagerði í Reykja­vík um liðna helgi.

Fjór­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­reglu á höfuðborg­ar­svæðinu í gær, en ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort kraf­ist verður gæslu­v­arðhalds yfir þeim, að því er lög­regl­an grein­ir frá.

Hún seg­ir enn­frem­ur að ekki sé hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu. 

Alls hafa átta verið hand­tekn­ir í tengsl­um við málið og þegar hafa fjór­ir verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald eins og greint hef­ur verið frá. 

Einn er að hugsa málið 

Tveir þeirra þriggja sem úr­sk­urðaðir voru í gæslu­v­arðhald í gær í tengsl­um við mann­dráps­málið í Rauðagerði hafa kært ákvörðun um úr­sk­urð um gæslu­v­arðhald til Lands­rétt­ar. Þetta staðfest­ir Mar­geir Sveins­son í aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Sá þriðji „er að hugsa málið.“ Fjórði maður­inn er í gæslu­v­arðhaldi fram á föstu­dag. 

Að öðru leyti vildi hann ekki gefa neitt upp um málið. Sagði þó að rann­sókn héldi áfram og að um­fangs­mikl­ar yf­ir­heyrsl­ur hafi farið fram.

Spurður hvort lög­regla hygg­ist hand­taka fleiri en þá vildi hann ekki tjá sig um það. Skömmu eft­ir sam­talið við mbl.is kom svo til­kynn­ing um að fjór­ir hefðu verði hand­tekn­ir til viðbót­ar við þá fjóra sem eru í gæslu­v­arðhaldi.  

Tengj­ast all­ir 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is tengj­ast all­ir menn­irn­ir fjór­ir sem voru sett­ir í gæslu­v­arðhald í gær og á sunnu­dag. Eru þeir sagðir hafa unnið fyr­ir Íslend­ing sem er í gæslu­v­arðhaldi. Er hann sagður hafa verið um­svifa­mik­ill á ís­lensk­um fíkni­efna­markaði um ára­bil. Þá herma heim­ild­ir mbl.is að er­lendu menn­irn­ir hafi all­ir komið ný­lega til lands­ins og ekki haft hér fasta bú­setu. Er Íslend­ing­ur­inn sagður vera í þröngri stöðu í und­ir­heim­un­um eft­ir að hafa verið ásakaður um að veita lög­reglu upp­lýs­ing­ar um viðskipti á fíkni­efna­markaði um ára­bil. Menn­irn­ir hafi verið m.a. verið fengn­ir hingað til lands til að vera hon­um til vernd­ar. 

Heim­ild­ir mbl.is herma að ein til­gáta lög­reglu sé sú að menn­irn­ir eða einn mann­anna beri ábyrgð á skotárás­inni í Rauðagerði og að a.m.k. einn þeirra hafi komið til lands­ins gagn­gert til að fram­kvæma verknaðinn.

Maður­inn í ein­angr­un 

Ekki ligg­ur fyr­ir þjóðerni mann­anna sem sagðir eru hafa komið ný­lega til lands­ins að und­an­skildu þjóðerni manns­ins sem hand­tek­inn var í Garðabæ skömmu eft­ir að albanska mann­in­um var ráðinn bani. Er hann frá Lit­há­en. 

Lögmaður Íslend­ings­ins er Stein­berg­ur Finn­boga­son. Hann seg­ir mann­inn í ein­angr­un og staðfest­ir að hann sé í haldi vegna skotárás­ar­inn­ar. Hann seg­ir mann­inn hafa neitað allri aðild að mál­inu. „Málið er á viðkvæmu rann­sókn­arstigi og hvorki lög­mönn­um né lög­reglu­mönn­um er heim­ilt að tjá sig um málið á þessu stigi,“ seg­ir Stein­berg­ur.   

Eins og fram hef­ur komið er ótt­ast að málið teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi hér á landi.  Karl Stein­ar Vals­son, hjá alþjóðadeild rík­is­lög­reglu­stjóra ræddi við mbl.is á mánu­dag og benti á að skipu­lögð glæp­a­starf­semi væri búin að festa ræt­ur sín­ar á Íslandi.

Mest áber­andi væru ítök manna frá Póllandi, Lit­há­en, Alban­íu og Rúm­en­íu. Að sögn Karls Stein­ars hef­ur Ísland nokkra sér­stöðu þegar kem­ur að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Ólíkt því sem ger­ist er­lend­is virðist vera nokk­ur blönd­un milli hóp­anna sem starfa sam­an með Íslend­ing­um í skipu­lagðri starf­semi.

mbl.is