Þingmenn vara við frekari vopnavæðingu

Sérsveit ríkislögreglustjóra.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. mbl.is/​Hari

Vopna­b­urð lög­reglu bar á góma í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag. Þar vöruðu bæði Olga Mar­grét Cilia, þingmaður Pírata, og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, við því að vopna­væða lög­regl­una á Íslandi frek­ar.

Olga Mar­grét færði fyr­ir því rök að lög­regla hér á landi væri nú þegar vopna­vædd. Hún sagði að í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn um vopna­b­urð lög­reglu árið 2015 hefði komið fram að lög­regl­an ætti sam­tals 590 vopn og á tíma­bil­inu frá árs­byrj­un 2015 til 2020 hefði lög­regla keypt 188 vopn til viðbót­ar.

Hún seg­ir að ekki myndi breyta neinu þótt lög­regl­an vopna­vædd­ist enn frek­ar og sagðist hrygg yfir því að morðið í Rauðagerði á laug­ar­dag síðastliðinn hefði orðið að til­efni til þess að ræða vopna­b­urð lög­reglu í lög­regluráði. Lög­regl­an hefði verið hvergi nærri þegar um­rætt morð fór fram og því hefði engu skipt hvort lög­regla væri vopn­um búin eður ei.

„Í hvernig þjóðfé­lagi vilj­um við búa?“

Í sama streng tók Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, sem tók til máls strax á eft­ir Olgu. Hann sagði sjálfsagt að ræða getu lög­regl­unn­ar til þess að tak­ast á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi inn­an þings­ins. Lög­regl­an ynni gott og gríðarlega mik­il­vægt starf og því sjálfsagt að ræða það.

Hins veg­ar tók Kol­beinn und­ir varnaðarorð Olgu og sagði að Íslend­ing­ar yrðu að spyrja sig í hvernig þjóðfé­lagi þeir vildu búa. Kol­beinn sagðist þá sjálf­ur vilja búa í þjóðfé­lagi þar sem lög­regla er ekki vopn­um búin. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hefði sýnt sig virka, sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hefði yfir vopn­um að ráða ef með þyrfti. Að lok­um sagði Kol­beinn að sjálfsagt væri að efla lög­reglu án þess þó að auka vopna­b­urð henn­ar.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is