Björguðu fjölda dýra í útrýmingarhættu

00:00
00:00

Þrír menn voru hand­tekn­ir í Aust­ur-Java héraði í Indó­nes­íu í dag fyr­ir að hafa selt dýr sem njóta sér­stakr­ar vernd­ar á Face­book. Tókst lög­reglu að frelsa fjölda dýra í aðgerðum sín­um og lagði hún einnig hald á stór plaströr sem tal­in eru hafa verið notuð und­ir dýr­in þegar þau eru send til kaup­enda.

Sala dýra í út­rým­ing­ar­hættu er um­fangs­mikið vanda­mál í Indó­nes­íu enda býr landið yfir líf­fræðilega fjöl­breytni um­fram flest önn­ur svæði í heim­in­um. Dýr­in sem menn­irn­ir seldu fóru fyr­ir yfir þúsund banda­ríkja­dali eða yfir 130 þúsund ís­lenskra krón­ur.

mbl.is