Meðalafli upp á tíu tonn á nýjum línubát Norðureyrar

Einar Guðnason, nýsmíði Norðureyrar ehf. á Suðureyri.
Einar Guðnason, nýsmíði Norðureyrar ehf. á Suðureyri. Ljósmynd/Trefjar

Nýr bát­ur Norður­eyr­ar ehf. á Suður­eyri, Ein­ar Guðna­son ÍS 303, reri sinn fyrsta róður um miðjan janú­ar sl. og hef­ur síðan verið með rúm 10 tonn í afla að meðaltali á línu.

Bát­ur­inn ber sama nafn og fyrri bát­ur út­gerðar­inn­ar sem strandaði í nóv­em­ber árið 2019 við Gölt í ut­an­verðum Súg­andafirði.

Til þess að brúa bilið á milli þess að nýr bát­ur sigldi í höfn festi Norður­eyri kaup á Von, þá GK og nú ÍS. Nú hef­ur ný­smíði Norður­eyr­ar verið tek­in í gagnið.

Óðinn Gests­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­inn­ar, seg­ist í sam­tali við 200 míl­ur vera ánægður með bát­inn og allt gangi sem skyldi.

„Þetta lof­ar góðu og allt svín­virk­ar,“ seg­ir Óðinn.

Hrós­ar Trefj­um

„Hann er með rúm 10 tonn að meðaltali í róðri á 19.200 króka. Þetta hef­ur í stór­um drátt­um allt reynst mjög vel, vél­búnaður og búnaður á dekki hef­ur staðið und­ir vænt­ing­um. Auðvitað er hægt að telja upp eitt og annað sem kem­ur upp í nýj­um báti en stóra mynd­in er öll að ganga upp,“ seg­ir Óðinn og hrós­ar Trefj­um fyr­ir vönduð vinnu­brögð við gerð báts­ins, sem tók rúm­lega ár í smíðum og er yf­ir­byggð Cleoparta 50.

Mest er veitt af þorski og seg­ir Óðinn hann væn­an og stutt á miðin.

„Við höf­um bara verið hérna tveim­ur til þrem­ur tím­um frá firðinum, þ.e. alls í stím, núna und­an­farið. Bara á heima­slóð.“

Óðinn seg­ir aðra báta á svæðinu einnig fiska vel svo að afla­brögð hafa verið með ein­dæm­um góð miðað við árs­tíma.

Lagt er upp hjá fisk­vinnsl­unni Íslands­sögu á Suður­eyri sem er í meiri­hluta­eigu Norður­eyr­ar. Óðinn er fram­kvæmda­stjóri beggja ein­inga.

Ferskt frá Suður­eyri

Fisk­ur­inn er unn­inn í fersk flök og keyrður til Kefla­vík­ur þar sem hann fer í flug. Áður en nýr bát­ur sigldi í höfn voru gerðar úr­bæt­ur á vinnslu Íslands­sögu og ný vinnslu­lína frá Mar­el tek­in í notk­un.

Tvær fjög­urra manna áhafn­ir eru um borð, róið er í tvær vik­ur og hvílt í tvær vik­ur að sögn Óðins.

Bát­ur­inn Ein­ar Guðna­son er 15 metr­ar að lengd og mæl­ist 30 brútt­ót­onn. Hann er sem fyrr seg­ir út­bú­inn fyr­ir línu­veiðar og vel bú­inn til lengri úti­veru ef þarf og aðbúnaður um borð fyr­ir áhöfn í takt við það.

Rými er fyr­ir allt að 43 stykki 460 lítra kör í lest báts­ins. Milli­dekk er lokað með aðgreindu drátt­ar­rými og upp­hitaðri stakka­geymslu.

Frá Suður­eyri róa tveir stærri línu­bát­ar og nokkr­ir minni á hand­fær­um og línu. Þá legg­ur Tind­ur, 26 metra tog­ari frá Flat­eyri, upp hjá Íslands­sögu að sögn Óðins. Hann seg­ir Íslands­sögu vinna á milli 3.500 til 4.000 tonn á ári. „Þetta er til­tölu­lega ein­föld vinnsla, ekki flók­inn skurður né úr­vinnsla,“ seg­ir Óðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: