Rannsókn á Rauðagerðismáli miðar vel

Sjö eru í haldi lögreglu vegna gruns um að eiga …
Sjö eru í haldi lögreglu vegna gruns um að eiga aðild að manndrápi í Rauðagerði. Einni konu var sleppt í gær. mbl.is

All­ir þeir sjö sem hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við mann­dráp í Rauðagerði hafa rétt­ar­stöðu grunaðra. Fram hef­ur komið að lög­regla telji sig vera með skot­mann­inn í haldi.  Spurður hvort skot­vopn hafi fund­ist sem teng­ist mál­inu neit­ar Mar­geir Sveins­son  aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn að tjá sig um það.

„Eins og ég hef sagt þá höf­um við lagt hald á smáa muni og allt upp í öku­tæki,“ seg­ir Mar­geir spurður um það hvort skot­vopn hafi fund­ist við rann­sókn máls­ins. 

 Eru skot­vopn meðal þess­ara muna?

„Ég tjái mig ekki um það,“ seg­ir Mar­geir. 

Hann seg­ir að búið sé að yf­ir­heyra alla þá sem eru í varðhaldi. Þá hef­ur nokkr­um verið sleppt sem ekki eru tald­ir tengj­ast mál­inu. Meðal annarra var konu sleppt úr varðhaldi í gær. Var hún hand­tek­in með öðrum manni sem er í haldi. 

Fram kom í dag að þið teljið ykk­ur vera með skot­mann­inn í haldi. Teljið þið ykk­ur vera að fá mynd á málið?

„Rann­sókn­inni miðar bara vel miðað við um­fangið,“ seg­ir Mar­geir. 

Nær rann­sókn­in út fyr­ir land­stein­ana?

„Ekki nema að því leyt­inu til að fyr­ir­spurn­ir hafa verið send­ar,“ seg­ir Mar­geir. 

Kær­ur vegna gæslu­v­arðhalda tekn­ar fyr­ir í dag 

Þrír hafa kært gæslu­v­arðahalds­úrsk­urð til Lands­rétt­ar og bú­ast má við því að mál­in verði tek­in fyr­ir í dag í rétt­in­um.  Menn­irn­ir þrír sem til­kynnt var um í gær að hefðu verið hand­tekn­ir auk þeirra fjög­urra sem eru í gæslu­v­arðhaldi voru dæmd­ir í viku­langt gæslu­v­arðhald í gær. Mar­geiri var ekki kunn­ugt um að þeir hefðu kært úr­sk­urðinn til Lands­rétt­ar þegar mbl.is ræddi við hann nú fyr­ir skömmu. 

mbl.is