Samherjar sagðir hafa svikið samstarfsmenn

Frystihús Samherja á Dalvík.
Frystihús Samherja á Dalvík. Ljósmynd/Aðsend

Forsvarsmenn Samherja eru sakaðir um sviksamlegt athæfi, m.a. gagnvart samstarfsfólki sínu í Namibíu sem með þeim ráku útgerðina Arcticnam. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í kvöld.

Í þættinum var starfsemi Samherja í Kýpur rakin ásamt fyrri umfjöllun þáttarins um starfsemi Samherja í Namibíu. Þar eru líkur leiddar að því að félögum Samherja, Esja Seafood og Noa Pelagic, á Kýpur séu í raun stjórnað frá Íslandi, þvert á þarlend skattalög.

Þá kom fram í þættinum að starfsemi Fiskneyslusjóðs Namibíu hafi verið rannsökuð og skýrsla verið skrifuð fyrir meðeigendur Samherja að Arcticnam. Höfundar skýrslunnar fullyrða í þættinum að Samherjamenn hafi gerst sekir um að draga að sér fjármuni með því ofgreiða félögum Samherja eða þeim tengdum fyrir þjónustu.

mbl.is