Landa á Þórshöfn og afhenda í Eyjum

Norska uppsjávarskipið Hardhaus, sem Ísfélag Vestmannaeyja festi nýlega kaup á.
Norska uppsjávarskipið Hardhaus, sem Ísfélag Vestmannaeyja festi nýlega kaup á. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Norska upp­sjáv­ar­skipið Har­dhaus, sem Ísfé­lag Vest­manna­eyja festi ný­lega kaup á, landaði loðnu í frysti­hús Ísfé­lags­ins á Þórs­höfn fyr­ir há­degi í morg­un. 

Þetta er fyrsta loðnan á vertíðinni sem landað er á Þórs­höfn, 470 tonn og seg­ir Jón Ax­els­son að þetta sé stór og góð loðna, hrogna­fyll­ing 15%. Hún fer öll í fryst­ingu. <span>Ole Inge Møg­ste er skip­stjóri á Har­dhaus.</​span>

Eft­ir lönd­un á Þórs­höfn er planið að setja nót­ina á nóta­hót­el á Eskif­irði og sigla síðan til Vest­manna­eyja þar sem skipið verður af­hent Ísfé­lag­inu á mánu­dag að sögn Jóns.

Vinnsla Ísfé­lags­ins á Þórs­höfn er um verður um tvo sól­ar­hringa að vinna afl­ann. Áhöfn­in er norsk en og er öll í sótt­kví sem lýk­ur á mánu­dag. 

„Skipið er frá­bært og mjög gott sjó­skip lip­urt og kraft­mikið, búið full­komn­asta búnaði sem völ er á í dag til upp­sjáv­ar­veiða,“ seg­ir Jón Ax­els­son­ar sem er eini Íslend­ing­ur­inn um borð eins og er. Að lok­inni vertíð Norðmanna er ráðgert að skipið fari á loðnu­veiðar fyr­ir Ísfé­lagið og beri þá nafnið Álsey VE.

„Já við veidd­um þetta út af Aust­fjörðum og var tals­vert að sjá af loðnu á svæðinu,“ bætti Jón við.

mbl.is