Skiptar skoðanir á grásleppufrumvarpinu

Sitt sýnist hverjum um fyrirliggjadi frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á …
Sitt sýnist hverjum um fyrirliggjadi frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun grásleppuveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipt­ar skoðanir eru á frum­varpi Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um veiðistjórn grá­sleppu, sand­kola og hrygg­leys­ingja. Málið var lagt fyr­ir á Alþingi um miðjan des­em­ber, mælti ráðherra fyr­ir því þann 20. janú­ar og gekk það sama dag til at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is.

Í grunn­inn geng­ur frum­varpið út á að tek­in verði upp afla­marks­stjórn við veiðar á grá­sleppu, sand­kola í allri fisk­veiðiland­helg­inni og sæ­bjúg­um. Einnig er lagt til að heim­ilað verði að út­hluta afla­hlut­deild til veiða á staðbundn­um nytja­stofn­um hrygg­leys­ingja þannig að sér­stök afla­hlut­deild komi fyr­ir hvert veiðisvæði.

Alls hafa at­vinnu­vega­nefnd borist 48 um­sagn­ir um málið úr ólík­um átt­um. Óhætt er að full­yrða að ekki séu all­ir á eitt sátt­ir.

Ólík­ar skoðanir sveit­ar­fé­laga

Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður sendi at­vinnu­vega­nefnd nei­kvæða um­söng um frum­varpið og leggst gegn breyt­ing­um sem lagðar eru til á veiðistjórn grá­sleppu. „Hvorki liggja fyr­ir byggðarleg né fiski­fræðileg rök fyr­ir kvóta­setn­ingu á hrogn­kels­um og leggst Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður gegn því að það verði gert,“ seg­ir í um­sögn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar. Stykk­is­hólms­bær sendi aft­ur á móti inn já­kvæða um­sögn um málið og tel­ur „að sú veiðistjórn sem felst í frum­varp­inu muni koma til með að efla þær byggðir lands­ins sem þess­ar veiðar stunda og tryggja efna­hags­lega, sam­fé­lags­lega og líf­frœðilega sjálf­bærni í sem mestri sátt við um­hverfið.“

Þá er yf­ir­lýst stefna Lands­sam­taka smá­báta­eig­enda að leggj­ast gegn kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða og hef­ur ít­rekað verið ályktað um það, m.a. á aðal­fundi sam­bands­ins árið 20219 og 2020. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi segja í um­sögn sinni að hlut­deild­ar­setn­ing sé al­mennt rétt nálg­un þegar kem­ur að stjórn veiða úr nytja­stofn­um. Þó vilja sam­tök­in að slík fram­kvæmd hamli ekki öðrum veiðum þar sem grá­sleppa hef­ur verið hluti afl­ans eins og til dæm­is við veiðar á upp­sjáv­ar­fiski. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur áður gert til­raun til að leggja fram sam­bæri­legt frum­varp á Alþingi en það hlaut ekki af­greiðslu þing­flokka Fram­sókn­ar og Vinstri grænna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: