Þrjú þúsund tonn af loðnu á Fáskrúðsfirði

Norska skipið Kings Bay í höfn á Fáskrúðsfirði.
Norska skipið Kings Bay í höfn á Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Albert Kemp

Búið er að landa 3.000 tonn­um af loðnu hjá Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði síðan veiðar hóf­ust. Níu norsk skip hafa landað á þessu tíma­bili. 

Loðnan hef­ur öll verið fryst í fisk­vinnslu Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði og hef­ur verið unnið á vökt­um all­an sól­ar­hring­inn. 

Hof­fell, skip Loðnu­vinnsl­unn­ar, hef­ur ekki hafið veiðar á loðnu en er á kol­munna­veiðum við Fær­eyj­ar. Hof­fellið mun halda til loðnu­veiða það því loknu.

Kings Bay.
Kings Bay. Ljós­mynd/​Al­bert Kemp
mbl.is