Búið er að landa 3.000 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði síðan veiðar hófust. Níu norsk skip hafa landað á þessu tímabili.
Loðnan hefur öll verið fryst í fiskvinnslu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn.
Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, hefur ekki hafið veiðar á loðnu en er á kolmunnaveiðum við Færeyjar. Hoffellið mun halda til loðnuveiða það því loknu.