Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald

Frá Rauðagerði í Reykjavík.
Frá Rauðagerði í Reykjavík. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Karl­maður á fer­tugs­aldri var í dag í Héraðsdómi Reykja­vík­ur úr­sk­urðaður í fimm daga gæslu­v­arðhald, eða til miðviku­dags­ins 24. fe­brú­ar, á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á mann­drápi í aust­ur­borg­inni um síðustu helgi. 

Er maður­inn sá átt­undi sem hafa verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins, en þeir sem eru í haldi eru all­ir á fer­tugs­aldri utan einn, sem er á fimm­tugs­aldri, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu. Þá var ekki gerð krafa um það  í gær en ekki ligg­ur fyr­ir hvort þeir verði sett­ir í gæslu­v­arðhald. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu að ekki sé hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is