Níundi einstaklingurinn færður í varðhald

Rannsókn morðsins í Rauðagerði er sögð sækjast vel.
Rannsókn morðsins í Rauðagerði er sögð sækjast vel. mbl.is

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði í dag karl­mann á fimm­tugs­aldri í gæslu­v­arðhald til föstu­dags­ins 26. fe­brú­ar í tengsl­um við morðið í Rauðagerði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­reglu og seg­ir þar að gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður­inn sé á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Maður­inn er þannig ní­undi ein­stak­ling­ur­inn sem úr­sk­urðaður hef­ur verið í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að lög­regla geti ekki tjáð sig frek­ar um málið að svo stöddu og hef­ur ekki náðst í Mar­geir Sveins­son yf­ir­lög­regluþjón síðan um há­deg­is­bil í dag.

Í gær voru tveir menn hand­tekn­ir í tengsl­um við málið og lá ekki fyr­ir þá hvort farið yrði fram á gæslu­v­arðhald yfir þeim. Því má leiða að því lík­ur að öðrum mann­in­um hafi verið sleppt en hinn sett­ur í gæslu­v­arðhald. Þetta hef­ur þó ekki feng­ist staðfest.

mbl.is