Loðnuverðið langt umfram væntingar

Hardhaus á Þ'orshöfn
Hardhaus á Þ'orshöfn Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Tveggja vikna „loðnu­hátíð“ við Ísland skilaði 600 millj­ón­um norskra króna í afla, rúm­lega níu millj­örðum ís­lenskra króna, sagði í norska blaðinu Fiskar­en fyr­ir helgi. Er þá miðað við meðal­verð upp á 14,50 norsk­ar krón­ur fyr­ir kíló eða um 221 ís­lenska krónu.

Tals­vert hef­ur verið fjallað um hátt verð sem feng­ist hef­ur fyr­ir loðnuna í gegn­um upp­boð á veg­um Nor­ges sildes­algslag og hvert metið verið slegið af öðru.

Sam­kvæmt reglu­gerð máttu Norðmenn stunda hér loðnu­veiðar til og með 22. fe­brú­ar, en á föstu­dag voru aðeins tvö norsk skip á miðunum fyr­ir aust­an land og lítið eft­ir af kvót­an­um. Norðmenn máttu alls veiða 41.808 tonn af loðnu í fisk­veiðiland­helg­inni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: