Hressir með 10 tonn í trollinu á Selvogsbanka

Það vantaði ekki gleðina þegar trollið á Þórunni Sveinsdóttur VE …
Það vantaði ekki gleðina þegar trollið á Þórunni Sveinsdóttur VE var tekið í gær. Ljósmynd/Hlynur Ágústsson

Það var fín­asta stemmn­ing um borð í Þór­unni Sveins­dótt­ur VE 401 í gær þegar báts­mannsvakt­in, sem er leidd af Árna Gunn­ars­syni báts­manni, tók trollið á Sel­vogs­bank­an­um. Það voru rúm­lega 10 tonn í og afl­inn blandaður.

„Búin að vera fín­asta veiði,“ seg­ir Hlyn­ur Ágústs­son í skeyti til 200 mílna og send­ir hann einnig stór skemmti­leg­ar mynd­ir af því er trollið var tekið.

Skip­stjóri á þess­um túr er Gylfi Sig­ur­jóns­son og var landað í Vest­mana­n­eyj­um í dag.

Unnið var hörðum höndum.
Unnið var hörðum hönd­um. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Kátir karlar í bátsmannavaktinni á Þórunni Sveins
Kát­ir karl­ar í báts­manna­vakt­inni á Þór­unni Sveins Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Einbeittur.
Ein­beitt­ur. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Tíu tonn af blönduðum afla.
Tíu tonn af blönduðum afla. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Það duga engin vettlingatök.
Það duga eng­in vett­linga­tök. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son
Virðulegur.
Virðuleg­ur. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Ágústs­son

Hef­ur þú skemmti­lega sögu að segja af sjó­sókn eða áhuga­vert mynd­efni? Ef svo er má endi­lega senda það á 200mil­ur@mbl.is

mbl.is