70 tonna sæeyrnaeldi á Eyrarbakka

Sæeyru eru eftirsótt á Austurlöndum fjær.
Sæeyru eru eftirsótt á Austurlöndum fjær. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mat­væla­stofn­un hef­ur gert til­lögu að rekstr­ar­leyfi fyr­ir Sæ­býli ehf. á Eyr­ar­bakka sem heim­il­ar fyr­ir­tæk­inu 70 tonna há­marks­líf­massa á sæeyr­um til klak- og mat­fisk­eld­is, að því er fram kem­ur á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Áform Sæ­býl­is var ekki háð um­hverf­is­mati sam­kvæmt ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar, en fyr­ir­tækið ger­ir ráð fyr­ir að starf­sem­in fari fram í 1.650 fer­metra hús­næði sem áður hýsti fisk­vinnslu. Því er ekki gert ráð fyr­ir að óraskað land fari und­ir starf­sem­ina. „Við erum bara á okk­ar sigl­ingu og ger­um ráð fyr­ir að vera kom­in í þessi 70 tonn árið 2024,“ seg­ir Ásgeir Ei­rík­ur Guðna­son, fram­kvæmda­stjóri Sæ­býl­is. Hann seg­ir starf­sem­ina hingað til hafa fyrst og fremst miðað að því að leggja jarðveg­inn fyr­ir sæeyrna­eldið, en í því felst meðal ann­ars klak- og kyn­bóta­vinna.

„Núna erum við kom­in með stofn sem get­ur gefið okk­ur mögu­leika á upp­sköl­un,“ út­skýr­ir Ásgeir. Þá sé um að ræða stofn sem má aðallega rekja til Jap­ans en hann er með vinnu starfs­manna Sæ­býl­is að verða í raun sér­ís­lensk­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: