Ekki brugðist frekar við loðnufréttum

Sigurður VE að veiðum undan suðurströndinni.
Sigurður VE að veiðum undan suðurströndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Að mati fiski­fræðinga á Haf­rann­sókna­stofn­un er ekki ástæða til að bregðast sér­stak­lega við frétt­um af loðnu­göng­um í norðan­verðum Faxa­flóa og í Skjálf­anda og ná­lægt Gríms­ey.

Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur seg­ir að við skoðun gagna frá Pol­ar Amar­oq telji þeir að inn­an við 100 þúsund tonn hafi verið í torfu í Faxa­flóa sem skipið sigldi yfir á mánu­dag. Þarna sé að öll­um lík­ind­um á ferðinni fremsti hluti göng­unn­ar, sem áður var mæld úti af Aust­fjörðum.

Varðandi loðnu­frétt­ir að norðan þá hafi rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son orðið vart við loðnu á fyrr­nefnd­um slóðum, en ekki mikið magn. Nokk­ur loðnu­skip voru að veiðum und­an Þjórsárós­um í gær, en stór hluti upp­sjáv­ar­skip­anna mun fara til loðnu­veiða og hrogna­töku eft­ir helgi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: