Árið 2020 betra en virtist í fyrstu

Samrátturinn í sjávarútvegi varð mun minni á árinu 2020 en …
Samrátturinn í sjávarútvegi varð mun minni á árinu 2020 en spár gerðu ráð fyrir þegar kórónuveirufaraldurinn fyrst skall á. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun bet­ur fór en á horfðist í sjáv­ar­út­vegi á ár­inu 2020 en fyrstu hagspár sem birt­ar voru eft­ir að far­ald­ur­inn skall á gerðu ráð fyr­ir ein­um mesta sam­drætti í sjáv­ar­út­vegi sem orðið hef­ur í nær fjóra ára­tugi á ár­inu 2020.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Radars­ins.

Þar er vísað til þess að  út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða námu 270 millj­örðum króna í fyrra og jókst um 10 millj­arða frá 2019. „Jafn­gild­ir það aukn­ingu upp á tæp 4% í krón­um talið. Aukn­ing­in skrif­ast öll á þá lækk­un sem varð á gengi krón­unn­ar, enda dróst út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða sam­an um tæp 7% í er­lendri mynt. Sam­drátt­inn má helst rekja til rúm­lega 4% sam­drátt­ar í út­fluttu magni.“

Þrátt fyr­ir sam­drátt í magni er ljóst að sjáv­ar­út­veg­ur­inn stóð fyr­ir sínu í öfl­un gjald­eyr­is og sam­an­lögð hlut­deild sjáv­ar- og eldisaf­urða af gjald­eyris­tekj­um þjóðarbús­ins 30% á ár­inu 2020.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafði þó veru­leg áhrif á markaði í fyrra og voru verð á sjáv­ar­af­urðum að jafnaði ríf­lega 2% lægra á ár­inu 2020 en 2019 mælt í er­lendri mynt. „Sú lækk­un er vissu­lega ekki ýkja mik­il þegar litið er á árið í heild, en áður en COVID-19 skall á hafði verið tals­verð verðhækk­un sem hef­ur áhrif á meðal­verð á ár­inu. Sveifl­ur inn­an árs­ins voru því mun meiri. […] Í janú­ar 2020 sýndi tólf mánaða takt­ur verðvísi­töl­unn­ar tæp­lega 9% hækk­un á sjáv­ar­af­urðum í er­lendri mynt, en í des­em­ber var hann kom­in niður í tæp 8% lækk­un.“

mbl.is