Vilja fella niður strandveiðigjaldið

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælti fyrir frumvörpunum á miðvikudag.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælti fyrir frumvörpunum á miðvikudag. mbl.is/Arnþór

Lagt er til í tveim­ur frum­vörp­um sem nú liggja fyr­ir Alþingi að fellt verður úr gildi svo­kallað strand­veiðigjald sem inn­heimt er af hverj­um strand­veiðibát og að fellt verði úr lög­um bann við strand­veiðum á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.

Frum­vörp­in voru kynnt á miðviku­dag og liggja nú hjá at­vinnu­vega­nefnd. Frum­vörp­in eru end­ur­flutt af Ingu Sæ­land, for­manni Flokks fólks­ins, og Guðmundi Inga Krist­ins­syni, þing­manni sama flokks, og óljóst hvort frum­vörp­in fái þing­lega meðferð að þessu sinni.

Full­yrt er í grein­ar­gerð með frum­varp­inu um að fella niður strand­veiðigjaldið að inn­heimta gjalds­ins, sem nem­ur 50 þúsund krón­um á bát, skapi ójafn­ræði þar sem um er að ræða sér­tæk­an skatt sem lagður er á einn út­gerðarflokk um­fram aðra. „Eng­in sam­bæri­leg gjöld eru lögð á skip sem stunda aðrar veiðar en strand­veiðar,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni og er bent á að þeir sem strand­veiðar stunda greiða nú þegar hafn­ar­gjöld eins og aðrir.

Heim­ila veiðar um helg­ar

Strand­veiðum „fylgja um­tals­verð um­svif í höfn­um og kær­komn­ar tekj­ur á lands­byggðinni yfir sum­ar­tím­ann en síðustu tvö strand­veiðitíma­bil hef­ur ekki tek­ist að full­nýta út­hlutaðar afla­heim­ild­ir til strand­veiða,“ seg­ir í grein­ar­gerð vegna frum­varps­ins sem ætlað er að heim­ila veiðar á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.

Vísað er til þess að ónýtt­ar heim­ild­ir hlaupa á hundruðum millj­óna króna og talið að með fjölg­un leyfi­legra veiðidaga skap­ist betri grund­völl­ur fyr­ir þá sem veiðarn­ar stunda að há­marka nýt­ingu þeirra 12 daga sem heim­ilt er að stunda strand­veiðar í hverj­um mánuði.

Aðeins tvær um­sagn­ir hafa verið birt­ar á vef Alþing­is vegna frum­varps­ins að svo stöddu. Ein þeirra er frá strand­veiðifé­lag­inu Krók­ur, fé­lagi smá­báta­eig­enda í Barðastrand­ar­sýslu, og fagn­ar fé­lagið því að létt verði á þess­um tak­mörk­un­um sem strand­veiðum er sett.

Heim­ild­ir á kostnað annarra

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi leggj­ast hins veg­ar gegn frum­varp­inu og telja sam­tök­in breyt­ing­una „grafa und­an sókn­ar­stýr­ingu strand­veiðanna. Ekki verður bet­ur séð en að sá afli sem þess­um báta­flokki er ætlaður geti þá náðst fyrr á veiðitíma­bil­inu, sem skap­ar þrýst­ing á að veiðar verði ekki stöðvaðar við þær aðstæður þegar heild­arafli hef­ur náðst.“

Ótt­ast sam­tök­in að þessi þrýst­ing­ur muni skapa grund­völl fyr­ir að flutt­ar verði fleiri veiðiheim­ild­ir til strand­veiðiflot­ans frá öðrum út­gerðarflokk­um.

„Flutn­ings­menn styðja mál sitt með þeim rök­um að það sé í þjóðar­hag að all­ur heim­ilaður þorskafli til strand­veiða ná­ist. Við þetta má gera þá at­huga­semd að hag­kvæm­ara væri og hag­stæðara út frá sjón­arm iðum byggðafestu, að nýta afla­heim­ild­ir þess­ar í at­vinnu­veiðum sem stundaðar eru á árs­grund­velli,“ seg­ir í um­sögn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

mbl.is