Bóndinn undirbýr hrognavinnsluna

Loðna og landbúnaður. Arnar Eysteinsson við heyskap heima í Stórholti.
Loðna og landbúnaður. Arnar Eysteinsson við heyskap heima í Stórholti.

Nú stytt­ist í að vinnsla loðnu­hrogna hefj­ist í fiskiðju­ver­um víða um land og þá kem­ur til kasta Arn­ars Ey­steins­son­ar, bónda í Stór­holti 2 í Saur­bæ í Dala­byggð.

Sauðfjár­bónd­inn smal­ar sínu fólki sam­an og held­ur til starfa hjá Brimi hf. á Akra­nesi, þar sem hrogn­in verða unn­in á næst­unni. Arn­ar áætl­ar að um 30 manns taki þátt í törn­inni, en hann held­ur utan um hóp­inn.

Í ár eru 20 ár liðin frá því að hann fór fyrst á hrogna­vertíð og seg­ir það alltaf skemmti­legt. „Þessu fylg­ir stemn­ing og törn­in skil­ar ein­hverj­um krón­um. Ég viður­kenni þó að maður er aðeins far­inn að eld­ast þannig að þetta er ekki al­veg eins spenn­andi og fyrstu árin,“ seg­ir Arn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Í Stór­holti 2 eru Arn­ar og Ing­veld­ur Guðmunds­dótt­ir, kona hans, með um 600 fjár. Í fjar­veru Arn­ars sér Ing­veld­ur um gegn­ing­ar og önn­ur bú­störf. Hún er fyr­ir löngu orðin öllu vön í þeim efn­um, en starfar einnig á heilsu­gæsl­unni í Búðar­dal. Arn­ar seg­ir að held­ur hafi hægst um hjá henni þar sem hún starfi ekki leng­ur í sveit­ar­stjórn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: