Ný lög um aukið eftirlit Fiskistofu í samráðsgátt

Lagt er til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt …
Lagt er til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar. mbl.is/Árni Sæberg

Drög sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að frum­varpi um breyt­ingu á ýms­um lög­um á sviði fisk­veiðistjórn­un­ar til að styrkja eft­ir­lit Fiski­stofu hef­ur verið lagt til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt.

Lagt er til að heild­stæðu viður­laga­kerfi verði komið á fót vegna brota á lög­um á sviði fisk­veiðistjórn­ar. Sömu heim­ild­ir verði milli mis­mun­andi laga til að bregðast við brot­um.

Einnig er lagt til að Fiski­stofa fái heim­ild­ir til álagn­ing­ar stjórn­valds­sekta vegna brota á fisk­veiðilög­gjöf­inni. Þá er lagt til að heim­ild­ir Fiski­stofu til að fram­kvæma ra­f­rænt eft­ir­lit verði styrkt­ar, að því er kem­ur fram í drög­un­um.

Loks er lagt til að hug­takið raun­veru­leg yf­ir­ráð við fram­kvæmd reglna um há­marks­afla­hlut­deild­ir verði af­markað bet­ur.

Aðgang­ur að vökt­un­ar­kerf­um

Sam­kvæmt drög­un­um að frum­varp­inu verður eft­ir­lits­mönn­um Fiski­stofu heim­ill aðgang­ur að ra­f­ræn­um vökt­un­ar­kerf­um á lönd­un­ar­höfn­um í þeim til­gangi að hafa eft­ir­lit með lönd­un afla.

Skip­stjórn­ar­menn veiðiskipa skulu halda ra­f­ræn­ar afla­dag­bæk­ur eða ra­f­ræna afla­skrán­ingu með snjallsíma­for­riti. Fiski­stofa get­ur svipt skip leyfi til veiða í at­vinnu­skyni vegna van­skila á afla­dag­bók­um og skal leyf­is­svipt­ing standa þar til skil hafa verið gerð eða skýr­ing­ar hafa verið gefn­ar á ástæðum van­skila. Þá er skip­stjór­um skipa sem vinna afla um borð skylt að halda um vinnslu afl­ans í sér­stakri vinnslu­dag­bók.

Um­sagn­ar­frest­ur í sam­ráðsgátt vegna drag­anna að laga­frum­varp­inu er til 8. mars.

mbl.is