Þegar loðnan flæddi yfir landið

Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir margt hafa færst …
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir margt hafa færst í betra horf frá loðnuvertíðum fyrri ára og bendir á skipakostinn. Ekki síður hefur meðferð aflans breyst til muna. Ljósmynd/Eskja

Land­b­urður af loðnu. Þró­ar­rými er á þrot­um. Setn­ing­ar sem þess­ar mátti sjá í blöðum á árum áður þegar loðnu var mokað upp við landið. Loðnu­afl­inn fór fyrst yfir millj­ón tonn 1978 og síðan var hann oft yfir millj­ón tonn eða í námunda við það fram til 2002. Verðmæta­sköp­un­in var mik­il.

Loðnu­nefnd stýrði lönd­un­um að mestu um ára­bil frá 1973 og þurftu bát­arn­ir, sem voru fleiri og minni en nú er, að haga lönd­un í sam­ræmi við fyr­ir­mæli nefnd­ar­inn­ar. Af­kasta­get­an í landi byggðist á bræðslum, sem þá var víða að finna og fyr­ir 30-40 árum fór lítið í fryst­ingu eða aðra vinnslu til mann­eld­is. Loðnan er smár fisk­ur, en hef­ur lengi verið stór í lífi þjóðar­inn­ar og skapaði oft um 10% af út­flutn­ings­verðmæti frá Íslandi.

Algeng sjón í sjávarplássum fyrir um 40 árum, allar loðnuþrær …
Al­geng sjón í sjáv­ar­pláss­um fyr­ir um 40 árum, all­ar loðnuþrær full­ar og jafn­vel lönd­un­ar­bið. Stund­um var loðnan keyrð út um „koppa­grund­ir“ til að koma henni fyr­ir og hún síðan brædd löngu eft­ir vertíðarlok. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

En hvernig var hægt að veiða og vinna all­an þennn afla fyr­ir 40 árum eða svo? Þró­ar­rými, bræðsla og Loðnu­nefnd – hvað er verið að tala um? Þor­steinn Kristjáns­son, for­stjóri Eskju á Eskif­irði, man tím­ana tvenna í þess­um efn­um því hann fór á sína fyrstu loðnu­vertíð sem skip­stjóri 1978.

Veiðar sum­ar, haust og vet­ur

„Veiga­mikið atriði í þess­um sam­an­b­urði er að menn veiddu loðnu stór­an hluta árs­ins, en ekki aðeins á vetr­ar­vertíð eins og nú er,“ seg­ir Þor­steinn í óvís­inda­legu spjalli um hvernig þessu var háttað á árum áður. „Það var byrjað í júní á sum­ar­vertíð, sem stóð út sept­em­ber, þá kom haust­vertíð til ára­móta og loks vetr­ar­vertíð fram í mars. Þannig var tím­inn til að stunda veiðarn­ar mun lengri en núna er.“

Unnið að loðnunót fyrir Svan RE45 á vertíðinni 1975.
Unnið að loðnunót fyr­ir Svan RE45 á vertíðinni 1975. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

„Þegar stefn­an var tek­in í land var farið til næstu hafn­ar þar sem var bræðsla eða fiski­mjöls­verk­smiðja eins og við köll­um þess­ar verk­smiðjur núna. Eft­ir að Loðnu­nefnd tók til starfa réð hún mestu um hvar landað var hverju sinni.

„Bræðslur voru víða, einkum fyr­ir norðan og aust­an og í Vest­manna­eyj­um, en líka í Reykja­vík, Grinda­vík og Þor­láks­höfn svo ég nefni dæmi. Ríkið rak eig­in verk­smiðjur und­ir heit­inu Síld­ar­verk­smiðjur rík­is­ins og voru þær með um­svifa­mikla starf­semi, aðallega á Norður­landi og á Aust­fjörðum. Nú eru verk­smiðjurn­ar færri en af­kasta meiru og vinnsl­an í landi er yf­ir­leitt tengd út­gerðum upp­sjáv­ar­skip­anna.

Gaml­ir síðutog­ar­ar

Ég tók við Jóni Kjart­ans­syni SU 111 þegar tengdapabbi [Aðal­steinn Jóns­son, for­stjóri Hraðfrysti­húss Eskifjarðar] keypti hann af Guðmundi Jör­unds­syni. Skipið var áður síðutog­ar­inn Nar­fi RE og hafði verið á einni loðnu­vertíð eft­ir breyt­ing­ar þegar hann kom til Eskifjarðar. Ég man að á fyrstu vertíðinni gekk okk­ur ágæt­lega og skipið var gang­mikið, en gang­mestu skip­in áttu mesta mögu­leika á að kom­ast í lönd­un­ar­pláss. Ekki var miðað við hvenær þú meldaðir afla held­ur hvenær þú gast verið kom­inn til hafn­ar og stund­um kom það fyr­ir að maður fór fram úr skipi hérna úti í firði og hann sat eft­ir með sárt ennið.“

Jón Kjartansson SU 111 vel hlaðinn á siglingu um 1980, …
Jón Kjart­ans­son SU 111 vel hlaðinn á sigl­ingu um 1980, skipið var áður síðutog­ar­inn Nar­fi. Ljós­mynd/​Ljós­mynda­safn Fjarðabyggðar

Oft voru um 60 skip á loðnu­veiðum og þau báru gjarn­an um 500 tonn og upp í rúm­lega þúsund. Svo dæmi séu tek­in lönduðu 16 heima­bát­ar loðnu í Vest­manna­eyj­um vet­ur­inn 1978, alls 75 þúsund tonn­um, og voru Gull­berg, Hug­inn og Breki með mest­an afla. Þann vet­ur frysti Hraðfrystistöðin í Vest­manna­eyj­um 370 tonn og var fram­leiðslu­hæsta hús lands­ins í loðnu­hrogn­um, seg­ir í göml­um Fylki. Á Eskif­irði lönduðu þrír heima­bát­ar loðnu, Seley og Sæljón, auk Jóns Kjart­ans­son­ar.

Þor­steinn seg­ir að á átt­unda ára­tugn­um og fram yfir 1980 hafi stærri skip bæst í loðnu­flot­ann, sum höfðu áður verið síðutog­ar­ar, en var breytt í burðar­mik­il loðnu­skip. Auk Jóns Kjart­ans­son­ar nefn­ir hann Sig­urð, Vík­ing, Börk, Grind­vík­ing, Bjarna Ólafs­son og Eld­borg­ina. Nokkr­ar vertíðir var bræðslu­skipið Norglobal leigt hingað til lands. Afla var landað um borð og fylgdi Norglobal þá göngu loðnunn­ar.

Mikið eft­ir í vertíðarlok

Ekki var loðnan alltaf brædd um leið, því meira barst á land held­ur en við varð ráðið á skömm­um tíma.

„Hér á Eskif­irði byggði tengdapabbi tanka og þrær þar sem hægt var að geyma loðnu, hátt í 20 þúsund tonn af hrá­efni. Stund­um var eft­ir að bræða um 10-15 þúsund tonn þegar vertíð lauk og það tók sinn tíma. Oft var mik­il pen­inga­lykt yfir bæj­un­um þegar farið var að slá í loðnuna, jafn­vel þó svo að rot­varn­ar­efni eins og formalín og nítrat væri notað. Þessi efni eydd­ust út á ein­hverj­um tíma, en mjöl og lýsi úr þessu hrá­efni var flutt út og meðal ann­ars notað í skepnu­fóður í Hollandi og Bretlandi. Í sjáv­ar­pláss­um víða um land var loðnu keyrt út um koppa­grund­ir og síðan mokað í bræðslu.“

Jón Kjartansson SU, eldri, siglir inn Reykjavíkurhöfn með fullfermi af …
Jón Kjart­ans­son SU, eldri, sigl­ir inn Reykja­vík­ur­höfn með full­fermi af loðnu 8. fe­brú­ar 1972. Ólaf­ur K. Magnús­son

„Það var farið öðru­vísi með verðmæt­in fyr­ir um 40 árum held­ur en nú er og sem bet­ur fer hef­ur margt breyst til batnaðar. Ég sakna ekki þessa gamla tíma hvorki á sjó né landi og til dæm­is skipa­kost­ur­inn er allt ann­ar og miklu full­komn­ari nú held­ur en þá. Sömu sögu er að segja um full­kom­in fiskiðju­ver í landi sem gera okk­urt kleift að að frysta mik­inn afla á skömm­um tíma. Ég viður­kenni samt að ég sakna stund­um has­ars­ins sem var í þá daga, en þá var maður líka ung­ur og frísk­ur,“ seg­ir Þor­steinn.

Yngsti skip­stjór­inn

Í Morg­un­blaðinu í lok októ­ber 1978 var talað við Þor­stein, sem þá var að landa 650 tonn­um úr Jóni Kjart­ans­syni SU hjá fiski­mjöls­verk­smiðjunni í Örfiris­ey. Afl­inn fékkst í einu kasti á loðnumiðunum hátt í 100 míl­ur norður af Horni.

Fram kom í frétt­inni að Þor­steinn væri þá einn yngsti skip­stjór­inn á loðnu­skip­un­um og lét hann vel af fiski­rí­inu. Stanz­laust mok þegar viðrað hafi og mikið verið af loðnu. Á 10-20 mílna svæði hefði verið sam­felld loðna, einn stór svart­ur kökk­ur, eins og Þor­steinn orðaði það.

Þorsteinn Kristjánsson í Morgunblaðinu 1978.
Þor­steinn Kristjáns­son í Morg­un­blaðinu 1978.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: